Ljóðstafur Jóns úr Vör!

Dagur Hjartarson skáld hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyrir ljóð sitt Haustlægð. Úrslitin í ljóðasamkeppninni voru kynnt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag, á fæðingardegi Jóns úr Vör. Haustlægð haustlægðin kemur að nóttu og merkir tréð í garðinum okkar með svörtum plastpoka eins og til að rata aftur og hún ratar […]
Fjöruverðlaunin afhent!

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í dag í Höfða, en tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, barna- og unglingabókmenntum, fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns eðlis, og voru vinningshafar þær Hildur Knútsdóttir, Halldóra K. Thoroddsen og Þórunn […]
Árétting!

Vegna fyrirspurna: Kæru félagar, spjallþræðir veraldarvefsins geta verið erfiður vettvangur fyrir svona samræður, en við gerum okkar besta til að svara því sem lagt er fyrir. Að hittast og heyrast er þó alltaf notalegasta leiðin til samskipta og við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur og vinna með okkur. Varðandi einstaka nefndarmenn í […]
Frá stjórn RSÍ.

Kæru félagar. Við í stjórn RSÍ höfum setið undir mjög alvarlegum ásökunum undanfarna daga frá félögum okkar, ásökunum um sjálftökur og óheiðarleg vinnubrögð vegna tillagna um nefndarmenn í úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda sem RSÍ ber lögum samkvæmt að skila árlega til menntamálaráðherra. Fyrirkomulag þetta er borið undir aðalfund félagsins á hverju ári og hefur enginn séð […]
Hjörtur Pálsson hlýtur norræn þýðingarverðlaun

Í júní 2015 hlaut íslenski þýðandinn Hjörtur Pálsson norræn þýðendaverðlaun Letterstedtska föreningen, en þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunin eru ætluð fyrir þýðingar á fagurbókmenntum milli Norðurlandamála eða fyrir ævistarf við norrænar þýðingar og verðlaunaupphæðin nemur 50.000 SEK. Hjörtur Pálsson er fæddur 1941 og hefur verið afkastamikill þýðandi um árabil, en […]
Janúar jæja frá formanni!

Jæja í janúar, kæru félagar! Gleðilegt árið 2016 og þakka ykkur gott samstarf og ljúf samskipti á liðnu ári. Víða hafa ritlaun skilað sér í hús og sitt sýnist hverjum að venju. Heildarúthlutun í sex sjóði listamanna nemur 550 milljónum króna og nýr formaður stjórnar listamannalauna sagði þá fjárhæð nálægt því sem áætlað væri að […]
Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2016

Launasjóður rithöfunda – 561 mánuður 12 mánuðir Andri Snær Magnason Auður Jónsdóttir Bragi Ólafsson Eiríkur Örn Norðdahl Gerður Kristný Guðjónsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Gyrðir Elíasson Hallgrímur Helgason Jón Kalman Stefánsson Kristín Eiríksdóttir Kristín Helga Gunnarsdóttir Kristín Ómarsdóttir Kristín Steinsdóttir Oddný Eir Ævarsdóttir Ófeigur Sigurðsson Sigurbjörg Þrastardóttir Sigurjón Birgir Sigurðsson – Sjón Steinar Bragi Guðmundsson Steinunn […]
Fréttatilkynning frá Miðstöð íslenskra bókmennta

Heildaryfirlit styrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir árið 2015 Á árinu 2015 úthlutaði stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta um 240 styrkjum í átta flokkum og er það töluverð aukning frá fyrra ári. Sótt um að þýða íslenskar bókmenntir á 27 tungumál. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um Nýræktarstyrki Miðstöðvarinnar. Íslenskar bókmenntir og höfundar voru áberandi á Norðurlöndum […]
Nýtt leikskáld Borgarleikhússins

Tilkynnt var um val á nýju leikskáldi Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gær. Frú Vigdís Finnbogadóttir, stjórnarformaður Leikritunarsjóðs tilkynnti Sölku Guðmundsdóttur sem næsta leikskálds Borgarleikhússins. Alls sóttu 39 um starfið. Fjögur leikskáld hafa þegar starfað á vegum leikritunarsjóðsins með prýðilegum árangri, Auður Jónsdóttir árið 2009 og Jón Gnarr var leikskáld hússins […]
Menningarviðurkenningar RÚV

Menningarviðurkenningar RÚV voru afhentar í gær við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, og fleiri góðir gestir voru viðstaddir athöfnina sem útvarpað var beint á Rás 1. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tilkynnti að Menningarverðlaun RÚV yrðu haldin á næsta ári. Þar sem því verður hampað […]