Search
Close this search box.

Viðauki við útgáfusamning um hljóðbóka- og/eða rafbókarétt í eintakasölu og með áskriftarfyrirkomulagi

Viðauki pdf skjal

Viðauki við útgáfusamning um hljóðbóka- og/eða rafbókarétt til eintakasölu og með áskriftarfyrirkomulagi

Viðauki við samning um útgáfu verksins _________________________________________

milli ___________________________________________________________ sem höfundar

og ____________________________________________________________ sem útgefanda

vegna ____ hljóðbókar og/eða _____ rafbókar útgáfu/dreifingar verksins ______________________________________.

Öll ákvæði útgáfusamnings um verkið sem er dagsettur ________________________, gilda um viðauka þennan og hann skoðast sem hluti útgáfusamningsins og gildir jafn lengi og útgáfusamningurinn.

Í viðauka þessum og útgáfusamningi aðila skal áskriftarfyrirkomulag þýða sala/dreifing verka, hljóðbóka og/eða rafbóka,  sem fram fer með þeim hætti að kaupendur greiða fast mánaðargjald í áskrift og öðlast þá aðgang að tilteknum fjölda verka án þess að greitt sé sérstaklega fyrir hvert eintak sem kaupandinn fær aðgang að í gegnum áskrift sína.

Höfundur veitir útgefandanum rétt til útgáfu verksins á hljóðbók og/eða rafbók, hafi ekki verið samið um slíkt í upphaflegum útgáfusamningi. Hafi upphaflegur samningur fjallað um hljóðbóka- og/eða rafbókaútgáfu, og/eða hafi verið samið um slíka útgáfu þá gilda eldri samningar. Aðilar eru sammála um að skilgreina veitt réttindi samkvæmt útgáfusamningi eins og að neðan greinir.

Rétturinn nær til eftirfarandi útgáfu verksins:

Útgáfu eintaka, hljóðbóka og/eða rafbóka, á geisladiski eða eintaks sem selt er sem stakt eintak í streymi, útgáfu eintaka til rafræns niðurhals, útgáfu til notkunar samkvæmt áskriftarfyrirkomulagi útgefanda eða skv. samningi við áskriftarveitu.

Upplestur verksins á hljóðbók skal vera eftir nýjustu útgáfu verksins og vera vandaður í alla staði.

Höfundarlaun skulu reiknast sem 23% af heildsöluverði frá útgefanda eða hlutfalli af greiðslu til útgefanda vegna eintakasölu hljóðbókar og af rafbókum eins og viðmiðunarsamningur RSÍ og FÍBÚT miðar við. Sé gerður samningur við áskriftarveitu um dreifingu verksins skal greiðsla höfundar vera 23% af greiðslum þess aðila til útgefanda í því tilviki sem verið er að streyma útgefinni hljóðbók sem framleidd hefur verið fyrir kostnað útgefanda.

Semji útgefandi við áskriftarveitu um gerð hljóðbókar og/eða rafbókar samhliða samningi um dreifingu hennar með áskriftarfyrirkomulagi, sem leiðir til lægri greiðslu til útgefanda en þegar um áður útgefna hljóðbók og/eða rafbók er að ræða, skal gilda sú prósenta sem samið er um í viðauka þessum og er ……….% af þeim greiðslum sem útgefandi fær frá áskriftarveitu.

Útgefanda er heimilt að gefa út hljóðbók og/eða rafbók hjá þriðja aðila en er í slíku tilviki ábyrgur fyrir efndum gagnvart höfundinum, s.s. greiðslu höfundarlauna.

Staður og dagsetning

____________________________________________

Höfundur                                                                                              Útgefandi

___________________________                                                     _____________________________