Search
Close this search box.

Bókasafnsgreiðslur


Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2023

Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2023

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008.

Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu, https://rsi.is/bokasafnagreidslur/umsoknareydublad/

Umsóknarfrestur er til 31. janúar

Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar.

______________________________________________________________________________________________________________

Úthlutað hefur verið til höfunda vegna afnota á bókasöfnum 2022

Fjöldi útlána frá Landskerfi bókasafna var 1.702.446, frá Hljóðbókasafni Íslands 274.775
og frá Rafbókasafni 899.

Sjóðurinn er deilisjóður þar sem útlánum er deilt í þá upphæð sem til úthlutunar er hverju sinni.
Í ár var úthlutað kr. 178.943.234.

Greiðslu fengu 942 höfundar/rétthafar. Lágmarksgreiðsla var 8.453 kr. Greiðsla pr. útlán var 147,9 kr.

Höfundar og rétthafar sem fá greiðslu fá jafnframt senda skilagrein í tölvupósti ef netfang þeirra er skráð hjá sjóðnum.

Þeir sem ekki fengu greiðslu úr sjóðnum 25. maí s.l. hafa ekki náð lágmarksgreiðslunni kr. 8.453.


Umsóknareyðublað.

Lög um Bókasafnssjóð höfunda.

Úthlutunar- og starfsreglur.

Um greiðslur vegna bókasafna

Af árlegu framlagi úr ríkissjóði er úthlutað samkvæmt lögum 91/2007 til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa sem eiga bækur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni, almenningsbókasöfnum, skólabókasöfnum, og bókasöfnum stofnana sem kostuð eru af ríkissjóði eða sveitarfélögum. Lög um bókmenntasjóð og fleira tóku gildi 17.3.2007 og þá féllu úr gildi lögin um Bókasafnssjóð höfunda frá 1. janúar 1998.

 Hverjir fá úthlutun?
Rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar, tónskáld og eftirlifandi makar rétthafa eða börn (undir 18 ára aldri) látinna rétthafa geta sótt um hjá sjóðnum og fengið greitt árlega miðað við útlán verka.

Undantekningar
Ef fleiri en þrír höfundar eru að verki veitir það ekki rétt til úthlutunar. Ritstjórar, höfundar formála og kynningartexta falla ekki undir úthlutunarreglur. Bækur, aðrar en barnabækur, undir 36 bls. veita ekki rétt til úthlutunar. Greinar og annað efni í dagblöðum, tímaritum og safnritum veita ekki rétt og sama gildir um verk á erlendum tungumálum. Myndskreytingar á bókakápum veita ekki rétt. Aðrir erfingjar en eftirlifandi makar eða börn undir 18 ára aldri eiga ekki rétt til úthlutunar úr sjóðnum.

Hvað á að gera til að fá úthlutun?
Viðkomandi rétthafar verða að skila inn umsókn á sérstökum eyðublöðum sem fást hér.

Fá allir jafn mikið?
Þýðendur fá 2/3 af greiðslu frumhöfundar og erfingjar helming af greiðslu höfundar.
Séu höfundar fleiri en einn (t.d. rithöfundur og myndhöfundur) skiptist réttur til úthlutunar eftir samkomulagi þeirra.

Úthlutunarnefnd leggur til grundvallar eftirfarandi skiptingu. Eigi skipting að vera með öðrum hætti er það á ábyrgð höfunda að koma undirrituðu samkomulagi allra hlutaðeigandi til skrifstofu RSÍ.

Mynd3

Þarf að sækja um fyrir hverja nýja bók?
Það nægir að skila inn umsókn einu sinni. Eftir það sér úthlutunarnefnd um skráningu nýrra verka þeirra höfunda sem þegar hafa sótt um. Nauðsynlegt er þó að tilkynna um breytingar á netfangi eða bankareikningi.

Hvernig er reiknað út hvað hver á að fá?
Þegar upplýsingar um útlán bókasafna hafa borist ár hvert er reiknaður út fjöldi útlána á skráð verk. Miðað er við útlánatölur frá Landskerfi bókasafna og Hljóðbókasafni Íslands. Fjölda útlána er deilt í þá fjárhæð sem til ráðstöfunar er og fæst þá ákveðin krónutala á hvert útlán. Árið 2023 voru greiddar 147,9 kr. á hvert útlán ársins 2022.

Hvað með hljóðbækur, myndbönd og geisladiska?
Fyrir hljóðbækur er úthlutað á sama hátt og fyrir venjulegar bækur. Efni á myndböndum, tónsnældum eða geisladiskum veitir ekki rétt til úthlutunar.

Nánari upplýsingar:
Skrifstofa Rithöfundasambands Íslands vistar sjóðinn.

Úthlutunarnefnd greiðslna fyrir afnot bóka á bókasöfnum skipuð af menntamálaráðherra til þriggja ára (2023 – 2026):

  • Sigríður Logadóttir formaður (skipuð án tilnefningar)
  • Ásrún Kristjánsdóttir varaformaður (skipuð án tilnefningar)
  • Sverrir Norland (tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands),
  • Harpa Fönn Sigurjónsdóttir (tilnefnd af Myndstefi – Myndhöfundasjóði Íslands),
  • Arnþór Gunnarsson (tilnefndur af Hagþenki – félagi höfunda fræðirita og kennslugagna).