Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Bókasafnagreiðslur

Umsóknarfrestur vegna útlána ársins 2020 var til 31. janúar!

Greiðslur vegna útlána ársins 2020 munu berast til rétthafa í lok maí 2021.


Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2021

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008.

Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu, https://rsi.is/bokasafnagreidslur/umsoknareydublad/

Umsóknarfrestur er til 31. janúar

Vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur. Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar.

Um greiðslur vegna bókasafna

Af árlegu framlagi úr ríkissjóði er úthlutað samkvæmt lögum 91/2007 til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa sem eiga bækur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni, almenningsbókasöfnum, skólabókasöfnum, og bókasöfnum stofnana sem kostuð eru af ríkissjóði eða sveitarfélögum. Lög um bókmenntasjóð og fleira tóku gildi 17.3.2007 og þá féllu úr gildi lögin um Bókasafnssjóð höfunda frá 1. janúar 1998.

Spurt og svarað um greiðslur vegna bókasafna.

Umsóknareyðublað.

Lög um Bókasafnssjóð höfunda.

Úthlutunar- og starfsreglur.