Search
Close this search box.

Fyrir höfunda og þýðendur

Er verið að biðja þig um að lesa upp úr verkum þínum, spjalla um bókmenntir og lestur eða taka að þér önnur bókmenntatengd verkefni?

Það er algjört grundvallaratriði að greidd séu laun fyrir vinnu! 

Að fara fram á sanngjarna þóknun fyrir vinnu höfunda styrkir stéttina og ber vott um samstöðu. Ef höfundar sætta sig við of lága umbun fyrir vinnu sína þá grefur það undan stéttinni allri.

Hér má sjá viðmiðunartaxta Höfundamiðstöðvar RSÍ.

  • Höfundar og þýðendur skulu alltaf ganga út frá því að greitt sé fyrir störf sem þeir eru beðnir um að inna af hendi.
  • Þegar þóknun er reiknuð fyrir verkefni, t.a.m. upplestur, höfundaspjall, erindi, skólakynningu, þátttöku í pallborði  eða annað, þarf bæði að gera ráð fyrir vinnu við undirbúning og þeim tíma sem fer í viðburðinn. Áríðandi er að höfundar fái skýrar upplýsingar um til hvers er ætlast af þeim og átti sig á hversu tímafrekt verkefnið er í heild sinni. Eins er mikilvægt að fá greinargóðar upplýsingar frá verkkaupa um hvort greitt sé fyrir ferðir og uppihald, ef svo á við.
  • Höfundamiðstöð mælir með að höfundar deili upphæðinni sem þeim er boðin með fjölda áætlaðra vinnustunda til að átta sig á hvert tímakaupið er.
  • Semja skal um kaup og kjör með tölvupósti þannig að öll tilboð liggi fyrir skriflega.
  • Höfundamiðstöð leggur enn fremur til að höfundar kynni sér skilmálana ef verkkaupi hættir við viðburðinn. Verður samt greitt fyrir undirbúning? Og hvað gerist ef höfundur þarf að hætta við?

Höfundum og þýðendum er velkomið að hafa samband við Höfundamiðstöð RSÍ ef spurningar vakna um hvort þóknun fyrir verk sé sanngjörn. Höfundamiðstöð hvetur höfunda enn fremur til að láta Höfundamiðstöð vita af því ef einhver býður of litla eða enga þóknun fyrir vinnu.

Höfundamiðstöð getur tekið að sér að útskýra fyrir verkkaupa af hverju höfundar og þýðendur geta ekki unnið frítt.

Hafið endilega samband við okkur í rsi@rsi.is