Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Umsókn um félagsaðild

Umsókn um inngöngu í RSÍ

4. grein laga Rithöfundasambands Íslands um rétt til félagsaðildar.

Rétt á félagsaðild eiga íslenskir rithöfundar og erlendir höfundar sem hafa fasta búsetu á Íslandi. Félagar geta orðið:
1. Höfundar sem birt hafa tvö bókmenntaverk, frumsamin eða þýdd, sem teljast hafa ótvírætt listrænt og/eða fagurfræðilegt gildi.
2. Höfundar sem birt hafa tvö fræðirit er teljast hafa ótvírætt fræðslu- og menningargildi.
3. Höfundar sem samið hafa tvö leikrit eða handrit sem sviðsett hafa verið í leikhúsi eða sjónvarpi, flutt í hljóðvarpi eða kvikmynduð, þótt þau hafi ekki komið út á bók.
4. Sjónvarpsþýðendur sem hafa þýðingar að aðalstarfi.
5. Höfundar annars efnis sem inntökunefnd metur fullnægjandi til inngöngu.
Inntökunefnd RSÍ starfar allt árið og fjallar ítarlega um hverja inntökubeiðni í þeirri röð sem þær berast. Enginn getur orðið félagsmaður nema með honum mæli meirihluti inntökunefndar.

Með umsókn fylgi tvö útgefin verk umsækjanda. Verkunum skal skilað inn á skrifstofu RSÍ og má nálgast aftur á skrifstofunni þegar inntökunefnd hefur lokið störfum.

Árgjald RSÍ 2017 er kr. 18.800


Umsóknarform

SENDA


Rithöfundasamband Íslands er samningsaðili við Ríkisútvarpið/sjónvarpið, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, Bókaútgefendur (útgáfu- og þýðingasamningar), Námsgagnastofnun og Hljóðbókasafn.

Lögfræðingur Rithöfundasambandsins veitir félagsmönnum ókeypis ráðgjöf með milligöngu skrifstofu. Félagsmenn í RSÍ fá 2 miða á sýningar í Þjóðleikhúsinu á 1.000 kr. stykkið en einn miða á sama verði hjá Leikfélagi Reykjavíkur/Borgarleikhúsi, gegn framvísun félagsskírteinis, ef ekki er uppselt, þó ekki á frumsýningar. Bíó Paradís veitir félagsmönnum 25% afslátt af stökum bíómiðum gegn framvísun skírteinis og Stockfish kvikmyndahátíðin veitir félagsmönnum 20% afslátt af hátíðarpassa.

Skrifstofa Rithöfundasambandsins er opin alla virka daga frá 10.00 – 14.00 og er félögum velkomið að leita þangað með fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist ritstörfum.

Inntökunefnd 2017 – 2018:

Eyrún Ingadóttir
Kári Tulinius
Sigurbjörg Þrastardóttir