4. grein laga Rithöfundasambands Íslands um rétt til félagsaðildar.
1) Útgefið skáldvek
2) Útgefið rit almenns eðlis
3) Handrit að verki sem sýnt hefur verið í sjónvarpi, kvikmyndahúsum, flutt í hljóðvarpi eða á sviði
Á aðalfundi séu kjörnir þrír menn í inntökunefnd og mega þeir ekki vera úr hópi stjórnarmanna sambandsins. Inntökunefnd sé kjörin til eins árs í senn. Enginn sitji þó lengur í nefndinni en þrjú ár samfleytt. Inntökunefnd fundi minnst tvisvar á ári og fjalli ítarlega um hverja inntökubeiðni með hliðsjón af starfsreglum inntökunefndar áður en ákvörðun er tekin. Inntökunefnd meti vægi framlagðra verka meðal annars með tilliti til listræns gildir, umfangs þeirra, útgáfu eða birtingarháttar, hvort höfundur standi einn að þeim o.s.frv. Þannig má meta að verðleikum sjálfsútgefin verk, ritlinga eða samstarfsverkefni þótt ekki telji þau endilega ein og sér sem ígildi fullgilds verks Unnt er að fara fram á rökstuðning ef umsókn um inngöngu er hafnað. Félagsmenn eru bundnir af samþykktum og gerðum samningum Rithöfundasambands Íslands, sjá nánar í 3. og 7. grein.
Árgjald RSÍ 2023 er kr. 19.800.
Félagsmenn eru bundnir af samþykktum og gerðum samningum Rithöfundasambands Íslands, sjá nánar í 3. og 7. grein laga RSÍ.
Athugið að RSÍ geymir bankaupplýsingar félagsmanna milli ára og birtir upplýsingar um félagsmenn í félagatali á heimasíðu.
Umsóknareyðublað
Rithöfundasamband Íslands er samningsaðili við Ríkisútvarpið/sjónvarpið, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, Félag íslenskra bókaútgefenda (útgáfu- og þýðingasamningar), Menntamálastofnun og Hljóðbókasafn. Rithöfundasambandið fer með réttindi félagsmanna gagnvart FJÖLÍS (hagsmunafélagi sjö höfundaréttarsamtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttar og nýtt eru með ljósritun, skönnun, rafrænni eftirgerð eða annarri hliðstæðri eftirgerð.) og IHM ( Innheimtumiðstöðin er hagsmunasamtök höfunda, listflytjenda og framleiðenda til réttargæslu í samræmi við 3. – 6. mgr. 11. gr. höfundalaga)
Lögfræðingur Rithöfundasambandsins veitir félagsmönnum ókeypis ráðgjöf með milligöngu skrifstofu. Félagsmenn í RSÍ fá einn miða á sýningar í Þjóðleikhúsinu á 1.000 kr. stykkið og einn miða á sama verði hjá Leikfélagi Reykjavíkur/Borgarleikhúsi, gegn framvísun félagsskírteinis, ef ekki er uppselt, þó ekki á frumsýningar. Bíó Paradís veitir félagsmönnum 25% afslátt af stökum bíómiðum gegn framvísun skírteinis og Stockfish kvikmyndahátíðin veitir félagsmönnum 20% afslátt af hátíðarpassa.
Skrifstofa Rithöfundasambandsins er opin alla virka daga frá 10.00 – 14.00 og er félögum velkomið að leita þangað með fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist ritstörfum.
Inntökunefnd 2023 – 2024:
Ragnheiður Gestsdóttir
Huldar Breiðfjörð
Bergþóra Snæbjörnsdóttir