Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Umsókn um félagsaðild

Umsókn um inngöngu í RSÍ

4. grein laga Rithöfundasambands Íslands um rétt til félagsaðildar.

Rétt á félagsaðild eiga íslenskir rithöfundar og erlendir höfundar sem hafa fasta búsetu á Íslandi. Félagar geta orðið:
1. Höfundar sem birt hafa tvö skáldverk, frumsamin eða þýdd, sem teljast hafa ótvírætt listrænt og/eða fagurfræðilegt gildi.
2. Höfundar sem birt hafa tvö fræðirit er teljast hafa ótvírætt fræðslu- og menningargildi.
3. Höfundar sem samið hafa tvö leikrit eða handrit sem sviðsett hafa verið í leikhúsi eða sjónvarpi, flutt í hljóðvarpi eða kvikmynduð.
4. Sjónvarpsþýðendur sem hafa þýðingar að aðalstarfi.
5. Höfundar annars efnis sem inntökunefnd metur fullnægjandi til inngöngu.
Inntökunefnd RSÍ starfar allt árið og fjallar ítarlega um hverja inntökubeiðni. Enginn getur orðið félagsmaður nema með honum mæli meirihluti inntökunefndar. Félagsmenn eru bundnir af samþykktum og gerðum samningum Rithöfundasambands Íslands.
Með umsókn fylgi tvö útgefin verk umsækjanda. Verkunum skal skilað sem hlekkjum, pdf eða á því formi sem við á með tölvupósti eða sem eintökum á skrifstofu RSÍ og má þá nálgast aftur á skrifstofunni þegar inntökunefnd hefur lokið störfum.
Inntökubeiðni er ekki lögð fyrir nefndina fyrr en verkum hefur verið skilað inn.

Árgjald RSÍ 2020 er kr. 18.800


Umsóknareyðublað

SENDA


Rithöfundasamband Íslands er samningsaðili við Ríkisútvarpið/sjónvarpið, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, Félag íslenskra bókaútgefenda (útgáfu- og þýðingasamningar), Menntamálastofnun og Hljóðbókasafn. Rithöfundasambandið fer með réttindi félagsmanna gagnvart FJÖLÍS (hagsmunafélagi sjö höfundaréttarsamtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttar og nýtt eru með ljósritun, skönnun, rafrænni eftirgerð eða annarri hliðstæðri eftirgerð.) og IHM ( Innheimtumiðstöðin er hagsmunasamtök höfunda, listflytjenda og framleiðenda til réttargæslu í samræmi við 3. – 6. mgr. 11. gr. höfundalaga)

Lögfræðingur Rithöfundasambandsins veitir félagsmönnum ókeypis ráðgjöf með milligöngu skrifstofu. Félagsmenn í RSÍ fá einn miða á sýningar í Þjóðleikhúsinu á 1.000 kr. stykkið og einn miða á sama verði hjá Leikfélagi Reykjavíkur/Borgarleikhúsi, gegn framvísun félagsskírteinis, ef ekki er uppselt, þó ekki á frumsýningar. Bíó Paradís veitir félagsmönnum 25% afslátt af stökum bíómiðum gegn framvísun skírteinis og Stockfish kvikmyndahátíðin veitir félagsmönnum 20% afslátt af hátíðarpassa.

Skrifstofa Rithöfundasambandsins er opin alla virka daga frá 10.00 – 14.00 og er félögum velkomið að leita þangað með fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist ritstörfum.

Inntökunefnd 2019 – 2020:

Arndís Þórarinsdóttir

Davíð Stefánsson

Sigurjón Kjartansson