Search
Close this search box.

Gestaíbúð

Gestaíbúðin í Gunnarshúsi er ætluð erlendum rithöfundum, þýðendum og öðru bókmenntafólki. Húsið er í austurbæ Reykjavíkur (10 mínútna fjarlægð frá miðbænum með strætisvagni).

Dvalartími er frá einni upp í átta vikur.

Lýsing

Gestaíbúðin er alls um 60 fm; vinnustofa/stofa með svefnsófa, rúmgott eldhús og baðherbergi með þvottavél og þurrkara. Þar að auki er einbreitt rúm í horni inn af vinnustofunni.

Sængurföt og handklæði fylgja.

Leiga

Leigan er kr. 38.000.- á viku. – Greiddar eru kr. 6.000 fyrir hvern auka gest. – Lágmarkstími dvalar er ein vika.


Yfirlit yfir lausar dagsetningar


Sækja um gestaíbúð