Search
Close this search box.

Gunnarshús – fyrir viðburði

Í stofum Gunnarshúss er góð aðstaða til funda og samkunda. Húsnæðið er á tveimur hæðum, á neðri hæð eru tvær opnar og bjartar stofur, forstofa, salerni og eldhús en á efri hæð hússins er opin stofa, tvennar svalir og salerni. Úr eldhúsi og stofu er gengið út í gróinn og fallegan garð með hellulagðri stétt.

Húsið er lánað eða leigt út til félagsmanna fyrir bókmenntatengda viðburði og félagsstarf sbr. höfundakvöld, útgáfuhóf, námsskeið og fundi. Enn fremur geta félagsmenn í RSÍ leigt húsið fyrir hófsöm einkasamkvæmi á borð við stórafmæli, skírnarveislur og önnur boð í samráði við skrifstofu RSÍ.

Ekki er gert ráð fyrir partíum enda er húsið verndað, ýmsir innanstokksmunir viðkvæmir og ekki þykir boðlegt að trufla gesti í kjallara eftir miðnætti með skarkala.

Húsnæðið hentar fyrir allt að 80 gesti í standandi boði en allt að 26 manns ef borðhald er sitjandi. Glös, dúkar og borðbúnaður er á staðnum. Vín- og freyðivínsglös eru til fyrir 100 manns.


Verðskrá

  • 20.000 kr. – einkaveislur félagsmanna
  • 30.000 kr. – námsskeið (miðað við 6 kvöld)
  • Gjaldfrjálst fyrir skuldlausa félagsmenn: opin útgáfuhóf og höfundakvöld, stakir fundir félagsmanna og fundir bókmenntatengdra samtaka.

Yfirlit yfir lausa daga


Bóka samkomusalinn