Search
Close this search box.

Handritasamningar

Ekki liggja fyrir heildarsamningar milli handritshöfunda og kvikmyndaframleiðenda en við gerð handritssamninga er til margs að líta og skiptir máli að huga að atriðum sem varða m.a. höfundarétt að handriti, greiðslur fyrir ritun handrits, skil á handritsdrögum, nafngreiningu handritshöfunda og hvaða skyldur eru lagðar á handritshöfundinn m.a. vegna viðbótarvinnu eða breytinga.

Lögmaður RSÍ er Sigrún Ingibjörg Gísladóttir. Hún er sérstakur ráðgjafi sambandsins þegar kemur að höfundarétti og kvikmyndarétti. Allir félagsmenn eiga rétt á gjaldfrjálsri ráðgjöf hennar eftir nánar ákveðnum reglum. Mikilvægt er að félagsmenn sem þurfa að gera handritasamninga leiti aðstoðar á skrifstofu RSÍ. Slíkir samningar eru flóknir og að mörgu að huga við gerð þeirra. Félagsmenn sem standa í slíkum samningum eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu RSÍ sem vísar þeim áfram á lögmann RSÍ sem les slíka samninga yfir og aðstoðar við gerð þeirra en RSÍ greiðir kostnaðinn f.h. sinna félagsmanna.