Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Sléttaleiti

Sléttahlíð-1Vinnu- og orlofshús Rithöfundasambandsins í Suðursveit.

Húsið að Sléttaleiti í Suðursveit er gjöf Guðrúnar Sveinsdóttur í minningu foreldra sinna og bróður. En einnig til að heiðra minningu frænda sins Einars Braga skálds sem var hestastrákur í Sléttaleiti sumarið 1935. Sléttaleiti stendur í grýttri hlíð rétt tvo km austan við Hala (Þórbergssetur). Útsýni er fagurt austur til fjalla í Nesjum og út á veraldarhafið. Ef miðað er við gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar í Reykjavík þá eru 381 km að bústaðnum.

Húsið er byggt 2003 og er u.þ.b. 60 m², þar er stór forstofa (byggð 2006), stofa/eldhús, baðherbergi og rúmgóð efrihæð sem er eitt rými. Svefnpláss er fyrir 5. Tvíbreitt rúm og annað 90 cm á svefnloftinu , tvíbreiður svefnsófi í stofu og 3 auka dýnur. Í húsinu er skrifborð ásamt skrifstofustól, borðstofuborð og fjórir stólar (+ 2 klappstólar). Sængur og koddar eru fyrir fjóra, en sængurföt, handklæði, viskastykki og borðtuskur verða gestir að koma með. Í eldhúsinu er ísskápur, eldunarhella, örbylgjuofn, brauðrist, vöfflujárn, handþeytari, kaffivél, hraðsuðukanna, borðbúnaður og áhöld fyrir 6 manns. Í baðherberginu er vaskur, salerni og sturta. Gasgrill og útihúsgögn. Í húsinu er 4G netsamband og er lykilorð fyrir tenginguna skráð á ráderinn.

Ætlast er til að gestir skili húsinu af sér hreinu og láti skrifstofuna vita ef aðkoma er ekki eins og vera ber. Meðan á dvöl stendur bera gestir ábyrgð á húsinu og öllum húsbúnaði.

Næstu verslanir eru á austurleið í Vík (203 km að Sl) og Kirkjubæjarklaustri (132 km að Sl) en austar Höfn 62 km frá Sléttaleiti.

Skrifstofa RSÍ annast útleiguna á Sléttaleiti til skuldlausra félagsmanna sambandsins. Húsið er í vikuleigu yfir sumarið (föstudagur til föstudags) og kostar vikan 15.000 kr. Haust, vetur og vor er sólarhringsgjald, 2.000 kr. Leiga greiðist við pöntun. Hægt er að greiða með reiðufé eða millifæra á reikning RSÍ. Lykill er í lyklahúsi á staðnum, leyninúmer fæst hjá skrifstofu.

Nánari upplýsingar:

Bókanir og nánari upplýsingar hjá Rithöfundasambandi Íslands í síma 568 3190 og einnig hér neðar á síðunni.

Netfang: rsi@rsi.is


Myndir: 


Dagatal:


Bóka Sléttaleiti: 

SENDA PÖNTUN


Kort:

Sléttaleiti á korti