Search
Close this search box.

Samningur við RÚV – sjónvarp

Samningur við RÚV – sjónvarp – Pdf-skjal

Athugið að til þess að sjá uppfærðar tölur samningsins þarf að fara í taxtaflipann RÚV – sjónvarp – Taxtar | Rithöfundasamband Íslands (rsi.is)

SAMNINGUR

1.gr.
Samningurinn endurnýjast sjálfkrafa um eitt ár í senn, hafi hvorugur samningsaðili látið í
ljós skriflega ósk um endurskoðun hans tveimur mánuðum fyrir tilsettan tíma. Samningur
þessi gildir um greiðslur fyrir flutning í sjónvarpi á ritverkum sem félagsmenn í
Rithöfundasambandi Íslands hafa samið og eiga flutningsrétt að, ef um er að ræða:

a) Bókmenntaverk sem 23. gr. höfundalaga nr. 73/1972 tekur til.
b) Bókmenntaverk sem áður hafa verið birt, sbr. skilgreiningu í 2.gr.
3.mgr. höfundalaga nr. 73/1972.
c) Frumsamin bókmenntaverk sem ekki hafa áður verið birt hérlendis.
d) Þýðingar bókmenntaverka sem ekki hafa áður verið birtar.
e) Fullbúin handrit að sjónvarpsleikritum.
f) Annað leikið sjónvarpsefni
g) Leiksviðsleikrit í sjónvarpi.

2.gr.
Hér er átt við verk sem eru flutt (lesin), ekki leikin, í sjónvarp. Greiðslur til höfunda fyrir áður
birt efni skv. 1.gr. a) og b) skulu vera sem hér segir:

1. – fyrir frumsaminn skáldskap (í óbundnu máli) kr. (sjá taxta hér að neðan) fyrir hverja
byrjaða mínútu sem flutningur tekur.
2. – fyrir þýðingu á skáldskap (í óbundnu máli) kr. (sjá taxta hér að neðan) fyrir hverja
byrjaða mínútu sem flutningur tekur.
3. – fyrir bundið mál kr (sjá taxta hér að neðan) fyrir hverja byrjaða mínútu sem flutningur
tekur, þó ekki minna en kr. (sjá taxta hér að neðan). Fyrir ljóðaþýðingar skal greiða sömu
fjárhæð og fyrir frumort ljóð.

3. gr.
Fyrir bókmenntaverk sem ekki hafa áður verið birt hérlendis, skv. 1.gr. c) og d), skal greitt
sem hér segir:

1.- fyrir frumsaminn skáldskap í óbundnu máli kr. (sjá taxta hér að neðan) fyrir hverja
byrjaða mínútu sem flutningur tekur, þó ekki minna en kr. (sjá taxta hér að neðan).
2.- fyrir þýðingar á skáldskap í óbundnu máli (sjá taxta hér að neðan) fyrir hverja byrjaða
mínútu sem flutningur tekur.
3.- fyrir bundið mál greiðast kr. (sjá taxta hér að neðan) fyrir hverja byrjaða mínútu sem
flutningur tekur, þó ekki minna en kr. (sjá taxta hér að neðan). Fyrir ljóðaþýðingar skal
greiða sömu fjárhæð og fyrir frumort ljóð.

4. gr.
Fyrir fullbúin handrit að sjónvarpsleikritum skal greiðsla fara eftir flutningstíma sem hér
segir:

að – 5 mín. verk kr. (sjá taxta hér að neðan)
6 – 10 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
11 – 15 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
16 – 20 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
21 – 25 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
26 – 30 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
31 – 35 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
36 – 40 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
41 – 45 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
46 – 50 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
51 – 55 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
56 – 60 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
síðan hver mínúta (sjá taxta hér að neðan).

Um framhaldsmyndaflokka skal semja sérstaklega hverju sinni.

5. gr.
Fyrir annað leikið sjónvarpsefni, svosem skemmtiþætti, leikið efni sem skeytt er inn í
ýmiskonar þætti, örleikrit, ofl. skal greitt skv. eftirfarandi gjaldskrá. 5% hækkun komi á
þessa gjaldskrá að einu ári liðnu frá undirritun samnings.

að – 5 mín. verk kr. (sjá taxta hér að neðan)
6 – 10 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
11 – 15 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
16 – 20 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
21 – 25 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
26 – 30 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
31 – 35 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
36 – 40 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
41 – 45 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
46 – 50 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
51 – 55 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
56 – 60 “ “ “ (sjá taxta hér að neðan)
síðan hver mínúta (sjá taxta hér að neðan).

6. gr.
Um leiksviðsleikrit sem tekin eru upp á myndband eða kvikmynduð án teljandi breytinga á
leikritinu, leikmynd, leikbúningum, tónlist eða öðru því er sviðsverkinu fylgir, á leiksviðinu
sjálfu eða í myndveri, gildir sú meginregla að um þau skal samið sérstaklega, og falli þau
ekki undir aðrar skilgreiningar eða taxtaflokka í þessum samningi.
Aðilar þessa samnings eru sammála um þann skilning, að leikverk sem tekið er til sjónvarpsflutnings með ofangreindum hætti, nær óbreytt frá sviðsgerð, falli undir
skilgreiningu er nefna mætti afleidda notkun.
Samningsaðilum kemur saman um að leitast við að tryggja að í hverju tilviki komi fram einn
aðili er fari með samningsumboð fyrir alla höfundarrétthafa á viðkomandi leiksviðsverki, og
sé það hlutverk þess aðila að sjá til þess að höfundarrétthafar hafi gert með sér tryggt
samkomulag um innbyrðis skiptingu á greiðslum áður en gengið er frá samningi við RÚV um
upptöku, kaup á upptöku og flutning verksins í sjónvarpi.
Í beinu samhengi við þennan samning skulu aðilar semja viðmiðunarverðskrá er gildi um
kaup RÚV á efni af þessu tagi.

7. gr.
Þegar um er að ræða sýningar á kvikmyndum, sjónvarpsmyndum eða upptöku á sviðsverki
með verulegum breytingum frá sviðsgerð, skal hliðsjón höfð af samningi
Rithöfundasambands Íslands við samtök kvikmyndaframleiðenda sem í gildi verður hverju
sinni.

8. gr.
Samning draga að sjónvarpsleikritum, að frumkvæði RÚV.

a) Panti RÚV-sjónvarp sérstaklega drög (synopsis) að sjónvarpsleikriti af vissri lengd,
greiðast fyrir þau 20% af samningsbundinni greiðslu fyrir handrit leikrits sömu lengdar.
b) Óski RÚV-sjónvarp eftir því að handrit verði unnið áfram, greiðast höfundi enn 20%
áætlaðra höfundarlauna fyrir fullunnið handrit. Sjónvarpið hefur þó enn heimild á þessu
stigi til að hafna handritinu eða samþykkja það til flutnings.
c) Ákveði RÚV-sjónvarp að handritið verði fullunnið til flutnings, greiðist fyrir það skv. taxta
hér að ofan. Greiðslur skv. a) og b) liðum eru þá kaupauki fyrir viðkomandi verk.

9. gr.
Fyrir endurflutning efnis í sjónvarpi skal greiða 20% af greiðslu fyrir frumflutning.

10. gr.
Frestur sá sem RÚV hefur til að tilkynna höfundi hvort efni sem hann hefur boðið
sjónvarpinu eða verið fenginn til að semja fyrir það, verður tekið til flutnings, er átta
mánuðir.

11. gr.
Ef höfundur er viðstaddur æfingar eða vinnur að breytingu á verki sínu að ósk RÚV, skal
greiða fyrir slíka vinnu eftir samkomulagi sem gert skal fyrirfram.

12. gr.
Jafnskjótt og Ríkisútvarpið hefur ákveðið að sýna verk í sjónvarpi skal um það gerður
skriflegur samningur milli höfundar og Ríkisútvarpsins. Sé ekki annað tekið fram, skal RÚV
heimill endurflutningur gegn greiðslu skv. öðrum ákvæðum þessa samnings. Um framsal
flutningsréttar til útvarpsstöðva í öðrum löndum skulu gilda ákveðin hlutföll skv. EBUreglum.

13. gr.
Um flutning í sjónvarpi á öðrum bókmenntaverkum en upp eru talin hér að framan, sem
félagsmenn í RSÍ eiga flutningsrétt að, fer eftir lögum eða reglum þar sem um þær er að
ræða, eða eftir samkomulagi hverju sinni.
14. gr.Flytji höfundur sjálfur í sjónvarpi efni sem hann hefur samið eða þýtt, skal honum greidd
sama þóknun og leikara væri greidd fyrir flutninginn eftir samningi Félags íslenskra leikara
og Ríkisútvarpsins (sjá taxta hér að neðan). Í tengslum við útgáfu verka er Sjónvarpinu þó
heimilt í kynningarskyni, fallist höfundur áþað, að birta hluta úr verkum höfundar, með
upplestri hans eða annarra, í fréttatengdum dagskrárliðum, án þess að greiða sérstaklega
fyrir það.

15. gr.
Hafi RÚV greitt fyrir verk en ekki flutt það fellur réttur þess niður þegar þrjú ár eru liðin frá
kaupunum og er höfundi (þýðanda) þá heimilt að ráðstafa verkinu annað, eða selja RÚV það
aftur. Þetta gildir um allt efni sem samningur þessi tekur til frá undirritun hans, nema
sérstaklega hafi verið samið um annað.

16. gr.
Auk gjalds skv. því sem hér að framan segir, skal frá 1. október 1996 greiða verðlagsuppbót
skv. launavísitölu sem Hagstofa Íslands gefur út mánaðarlega. Breytingar á töxtum skal gera
ársfjórðungslega skv. framangreindri launavísitölu.

17.gr.
Gildistími samningsins skal vera tvö ár.

Bókun I: Ríkisútvarpið lýsir yfir vilja sínum til að auka framleiðslu á leiknu efni fyrir
sjónvarp.
Bókun II: Ríkisútvarpið samþykkir fyrir sitt leyti að upplýsa alla dagskrárgerðarmenn á
verktakasamningi við RÚV um þennan samning og skylda þá til að hafa hann í heiðri þegar
þeir semja við rithöfunda.

Reykjavík 12. september 1996