Search
Close this search box.

Norðurlönd

Gestaíbúðir á NorðurlöndumEckeroPostTull

Eckerö Post & Tullhus, gestaíbúð – Eckerö, Álandseyjum 

Á Álandseyjum er gestaíbúð sem stendur norrænum listamönnum til boða.
Umsóknir sendist til:

Ålands kulturdelegation,
PB 1060, Ax-22100 MARIEHAMN, Åland, Finland

Vefur: Heimasíða – upplýsingar og umsóknareyðublöð | Kortkunstboliger

Listamannaíbúðir – Rogalandi, Noregi

Yfirvöld í Rogalandi í Noregi bjóða rithöfundum, og öðrum listamönnum sem vilja heimsækja Rogaland, ókeypis dvöl í þremur bústöðum: Obrestad fyr, Utsira fyr og Lalandhuset. Ætlunin er að gefa innlendum og erlendum listamönnum tækifæri til að upplifa menningu og umhverfi á svæðinu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Rogaland Fylkeskommune.

Vefur: Heimasíða – upplýsingar og umsóknareyðublöð | Obrestad fyr – kort | Utsira fyr – kort | Lalandshuset, Klepp – kort


writers-house

Gestaherbergi í Författarnas Hus – Stokkhólmi, Svíþjóð

Íslenskir rithöfundar sem eiga leið um Stokkhólm geta fengið ódýra gistingu í Författarnas Hus, Drottninggatan 88 B, Stockholm. Nánari upplýsingar gefur vaktmästare:
Peter Cottino på +46 76 247 63 64 eller e-mail: bookaroom@writershouse.se

Vefur: Heimasíða – Författarnas Internationella Gästhemästhem | Writers’ Guest Rooms | Kort


villakivi

Villa Kivi – Helsinki, Finnlandi

Í Helsinki geta íslenskir rithöfundar fengið ódýra næturgistingu í rithöfundahúsinu Villa Kivi.
Upplýsingar hjá finnska rithöfundasambandinu: info@kirjailijaliitto.fi

Vefur: Wikipedia | Heimasíða á finnsku | Kort


Jonshus1web

Íbúðir fræðimanna – Kaupmannahöfn, Danmörku

Íbúðir fræðimanna í Jónshúsi í Kaupmannahöfn eru starfræktar samkvæmt reglum um hús Jóns Sigurðssonar sem forsætisnefnd Alþingis setur.

Vefur: Heimasíða – upplýsingar og umsóknareyðublöð | Kort


gammelhave

Gammel Have – Fjóni, Danmörku

Húsið „Gammel Have“ í Ringe á Fjóni stendur norrænum rithöfundum og öðrum listamönnum til boða.

Vefur: Heimasíða – upplýsingar og umsóknareyðublöð | Kort


juliusbhus

Julius Bomholts hus – Fanö, Danmörku

Hús Júlíusar Bomholts, „Dikterhjemmet“ í Sönderho á Fanö í Danmörku stendur til boða sem bústaður fyrir norrænan rithöfund með fjölskyldu.

Vefur: Heimasíða – upplýsingar og umsóknareyðublöð | Kort


090305_SpatziergangVisby_001

Höfunda- og þýðendamiðstöðin – Visby, Gotlandi

Í Visby á Gotlandi er Baltneska höfunda- og þýðendamiðstöðin. Þar býðst rithöfundum og þýðendum frá öllum Norðurlöndunum og þeim löndum sem liggja að Eystrasalti kostur á að dveljast við ritstörf einn mánuð í senn án þess að greiða húsaleigu.

Vefur: Heimasíða – upplýsingar og umsóknareyðublöð | KortStrömstad

Air Litteratur Västra Götaland – Svíþjóð

Höfundar og þýðendur geta sótt um dvöl í höfundaíbúðum í Strömstad, Åmål, Alingsås og Partille gegnum Air Litteratur Västra Götaland.

Vefur: Heimasíða – upplýsingar og umsóknareyðublöð |