Search
Close this search box.

Ferðastyrkir – reglur

Ferðastyrkir úr Höfundasjóði Rithöfundasambands Íslands

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða úr Höfundasjóði RSÍ. Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ.

Úthlutunarreglur:

  1. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið.
  2. Styrki skal veita til ferða sem umsækjandi fer vegna starfa sinna sem höfundur eða til að leita sér menntunar sem slíkur. Einnig má styrkja umsækjanda til þátttöku í námskeiðum og ráðstefnum eða til annars konar fræðslu- og menntunarleitar sem höfundur. Heimilt er að styrkja ferð sem þegar hefur verið farin ef sótt er um innan níu mánaða frá ferðalokum. Veittir eru styrkir til ferða sem farnar eru allt að sex mánuðum frá umsóknarfresti.
  3. Umsækjandi skal greina frá eftirfarandi:
    • Hvernig höfundur telur að ferðin gagnist sér í starfi.
    • Hvert ferðinni er heitið.
    • Hvort umsækjandi njóti einhverrar fyrirgreiðslu eða annarra styrkja eða hafi sótt um þá.
  4. Mikilvægt er að láta öll gögn, sbr. afrit af farseðli, boðsbréfi eða samningi um listamanndvöl, fylgja með umsókn og eru þau send sér á netfangið umsoknir@rsi.is. Hægt er að sækja um og fá vilyrði fyrir styrk áður en farseðill hefur verið keyptur en styrkurinn er ekki greiddur út fyrr en afrit af farseðli hefur borist í tölvupósti á ofangreint netfang. Ljóst þarf að vera að ferðin gagnist höfundi við störf. Gögn sem stutt geta við umsóknina eru t.a.m. afrit af boðum, bréfasamskiptum eða samningum, sbr.:
    • Samningur um dvöl í viðurkenndum rithöfundabústað
    • Boð á hátíð, námskeið eða ráðstefnu (sem þátttakandi)
    • Upplýsingar um heimildaleit (útgáfusamningur eða önnur staðfesting á útgáfu verks)
    • Upplýsingar um fund, t.a.m. með útgefendum eða framleiðendum (bréfasamskipti)
    • Upplýsingar um samstarfsverkefni höfunda milli landa
  1. Við mat á umsóknum hefur úthlutunarnefnd til viðmiðunar að umsækjandi hafi ekki fengið styrk frá RSÍ til utanlandsferða síðustu 24 mánuðina. Að öðru jöfnu skulu þeir sitja fyrir um styrki sem:
    • hafa ekki áður fengið ferðastyrk frá RSÍ,
    • hafa lítil eða engin tök á að sækja í aðra sjóði en ferðasjóð RSÍ.
  2. Þegar veittir eru styrkir til utanlandsferða skal styrkupphæð nema að hámarki 50 þúsund krónum.
  3. Skrifstofa RSÍ auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki tvisvar á ári og sótt er um á þar til gerðum rafrænum eyðublöðum á heimasíðu RSÍ.
  4. Úthlutunarnefnd metur umsóknir og ákvarðar úthlutun.

Opnað er fyrir umsóknir þremur vikum áður en umsóknarfrestur rennur út.

Tekið skal fram að þeir sem eiga kost á ferðastyrkjum frá Miðstöð íslenskra bókmennta njóta ekki forgangs við úthlutun ferðastyrkja úr Höfundasjóði RSÍ.

Athugið! Ef ferð sem veittur er styrkur fyrir frestast tímabundið ber að tilkynna slíkt til skrifstofu. Hafi ferð ekki verið farin innan eins árs frá styrkveitingu fellur vilyrði fyrir styrk niður.

Bókun stjórnar 13. apríl 2018: Félagsmenn geta ekki sótt um starfs- eða ferðastyrki á meðan þeir eiga sæti í stjórn RSÍ.