Search
Close this search box.

Ljóðstafur Jóns úr Vör!

dagurhjartarsonminni

Dag­ur Hjart­ar­son skáld hlýt­ur Ljóðstaf Jóns úr Vör í ár fyr­ir ljóð sitt Haust­lægð. Úrslit­in í ljóðasam­keppn­inni voru kynnt við hátíðlega at­höfn í Saln­um í Kópa­vogi í dag, á fæðing­ar­degi Jóns úr Vör.

 

Haust­lægð 

haust­lægðin kem­ur að nóttu
og merk­ir tréð í garðinum okk­ar

með svört­um plast­poka
eins og til að rata aft­ur

og hún rat­ar aft­ur
aðra nótt
öskr­ar eitt­hvað sem eng­inn skil­ur
fleyg­ir á land þangi og þara
og fleiri vængjuðum mar­tröðum
úr iðrum Atlants­hafs­ins

morg­un­inn eft­ir er fjöru­borðið gljá­andi svart
eins og ein­hver hafi reynt að mal­bika leiðina
niður í und­ir­djúp­in

og það er þess vegna sem haust­lægðin kem­ur
utan af haf­inu
hún er rödd þeirra
sem týndu orðaforðanum í öldu­gangi

við horf­um á nýmal­bikaðan veg­inn
og bíðum eft­ir að þeir gangi á land

Um 300 ljóð bár­ust í ljóðasam­keppn­ina sem var nú hald­in í fimmtánda sinn.  Í dóm­nefnd voru Ant­on Helgi Jóns­son skáld, Ásdís Óla­dótt­ir skáld og Bjarni Bjarna­son rit­höf­und­ur. Þess má geta að faðir Dags, Hjört­ur Marteins­son hef­ur einnig hlotið Ljóðstaf­inn í ljóðasam­keppn­inni fyr­ir ljóð sitt Hvorki hér né…

Úr rök­stuðningi dóm­nefnd­ar:

Þetta er ljóð sem dreg­ur upp ný­stár­lega mynd af al­kunnu og einkar óskáld­legu veður­fyr­ir­bæri, haust­lægð. Ljóðið hefst með lýs­ingu á því hvernig get­ur verið um­horfs í görðum og úti við strönd dag­ana eft­ir fyrstu næt­ur­heim­sókn­ir haust­lægðar­inn­ar. Flest er kunn­ug­legt í byrj­un en þegar líður á ljóðið virðist haust­lægðin vera annað og meira en auðskilj­an­legt veður­fyr­ir­bæri.

Hún kann að vitna um ein­hverja tog­streitu manns og nátt­úru en um leið er hún kannski af öðrum heimi og ef til vill teng­ist hún und­ir­djúp­um sál­ar­lífs­ins. Það er bæði ógn og eft­ir­vænt­ing í loft­inu. Eng­inn veit hvað þessi haust­lægð fær­ir með sér. Í ljóðinu birt­ast okk­ur áleitn­ar mynd­ir sem vekja spurn­ing­ar um líf og dauða en veita eng­in ein­föld svör.

Í öðru sæti var Hrafn­hild­ur Þór­halls­dótt­ir með ljóð sitt Þrá og í þriðja sæti var Sig­ur­lín Bjarney Gísla­dótt­ir með ljóð sitt Arf­ur.

Verðlauna­fé fyr­ir Ljóðstaf­inn var að þessu sinni tvö­faldað, þar sem eng­inn hlaut Ljóðstaf­inn í fyrra og nem­ur einni millj­ón króna sem skipt­ist þannig að 600.000 kr. voru veitt­ar fyr­ir fyrsta sætið, 300.000 kr. fyr­ir annað sæti og 100.000 kr. fyr­ir þriðja sætið.

Auk verðlauna­hafa fengu þess­ir viður­kenn­ingu fyr­ir ljóð:

Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir
Dag­ur Hjart­ar­son
Jón Örn Loðmfjörð
Jón­as Reyn­ir Gunn­ars­son
Kári Tul­inius
Krist­inn Árna­son
Soffía Bjarna­dótt­ir

 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email