Search
Close this search box.

Félagsaðild að BHM – fyrir félaga RSÍ

Félagar í RSÍ geta nú orðið aðilar að BHM og tryggt þannig réttindi sín í sjóðum á borð við sjúkrasjóð ofl. Sjóðir BHM veita félagsmönnum ýmis kjör og réttindi sem verktakar og sjálfstætt starfandi eiga alla jafna ekki kost á. Til að gerast félagsmaður í BHM þarf einfaldlega að byrja að greiða iðgjöld.

Ávinnslutími réttinda í SjúkrasjóðiStarfsmenntunarsjóði og Starfsþróunarsetri er sex mánuðir fyrir nýtt félagsfólk en réttindi myndast strax við fyrstu greiðslu í Orlofssjóði BHM.

Hvernig greiði ég iðgjöldin?

Á síðu BHM má finna rafrænt form þar sem hægt er að greiða iðgjöld. Þar fyllir þú út fjóra reiti (sjá mynd hér fyrir neðan) og velur Rithöfundasamband Íslands í fellilistanum um stéttarfélag.

Þegar þú hefur fyllt út eyðublaðið birtist kassi fyrir neðan. Þar þarf að fjarlægja hak við þá sjóði sem þú vilt ekki greiða í:

  • Þegar búið er að fylla út launaupplýsingar birtist heildargreiðsla skilagreina beint fyrir neðan. Það er sú upphæð sem viðkomandi mun þurfa að greiða af launum í þá sjóði sem valdir eru.
  • Í framhaldinu fær viðkomandi kröfu í netbanka sem þarf að greiða og kvittun í netfangið sem gefið var upp.

Mínar síður BHM

Fljótlega eftir að þú byrjar að greiða iðgjöld til BHM færð þú aðgang Mínum síðum BHM. Þar er hægt að:

  • Skoða greiðslur sem hafa komið inn
  • Fá yfirlit yfir réttindi í öllum sjóðum þegar réttindi hafa myndast
  • Nálgast upptökur af fræðslufyrirlestrum BHM
  • Skrá sig í Vinnustaðaskóla Akademias og önnur námskeið sem BHM bíður upp á.