Search
Close this search box.

Samningur við RÚV – hljóðvarp

Samningur við RÚV – hljóðvarp – Pdf-skjal

Athugið að til að sjá uppfærðar tölur samningsins þarf að fara í taxtaflipann RÚV – hljóðvarp – Taxtar | Rithöfundasamband Íslands (rsi.is)

SAMNINGUR

milli Rithöfundasambands Íslands og Ríkisútvarpsins um greiðslur fyrir flutning ritverka í
hljóðvarpi.

1.gr.
Samningur þessi gildir um greiðslur fyrir flutning í útvarpi á ritverkum sem félagsmenn í
Rithöfundasambandi Íslands hafa samið og eiga flutningsrétt að, ef um er að ræða:

a) Bókmenntaverk sem 23. gr. höfundalaga nr. 73/1972 tekur til.
b) Bókmenntaverk sem áður hafa verið birt, og er þá með birtingu átt við hið sama og
skilgreint er í 2.gr. 3.mgr. höfundalaga nr. 73/1972 (sbr. þó sérreglur um leikrit í samningi
þessum).
c) Frumsamin bókmenntaverk sem ekki hafa áður verið birt hérlendis, önnur en leikrit.
d) Þýðingar bókmenntaverka sem ekki hafa áður verið birtar.
e) Leikrit sem ekki hafa áður verið birt hérlendis.

Áður útgefin eða birt verk
2. gr.
Fyrir áður útgefin verk sem 23. gr. höfundalaga nr.73/1972 tekur til skal greitt sem hér segir:

a) Fyrir frumsaminn skáldskap (í óbundnu máli) kr. 674.- fyrir hverja byrjaða mínútu sem
flutningur tekur.
b) Fyrir þýðingar á skáldskap (í óbundnu máli) kr. 342.- fyrir hverja byrjaða mínútu sem
flutningur tekur.
c) Fyrir bundið mál kr. 1.532.- fyrir hverja byrjaða mínútu sem flutningur tekur, þó ekki
minna en kr. 3.643.-. Fyrir ljóðaþýðingar skal greiða sömu fjárhæð og fyrir frumort ljóð.
d) Ef verk er aðlögun annars bókmenntaverks skal heildargreiðsla til rithöfunda fyrir flutning
aðlögunarinnar í útvarpi vera hin sama og skv. a eða b lið þessarar gr., ef bæði frumgerð
og aðlögun njóta lagaverndar. Leikverk sem unnin eru upp úr skáldsögum, smásögum
og/eða sjálfstæð umsköpun sviðsverka skilgreinist sem leikgerð og greiðist með 70% en
höfundi frumgerðar greiðast 30%.
Aðlögun til útvarpsflutnings, styttingar og minni háttar breytingar á sviðstexta eða öðrum
bókmenntaverkum greiðist með allt að 30% en höfundi greiðast aldrei minna en 70%.
Þessi hlutföll gilda nema samkomulag verði um annað milli höfundar frumgerðar og
höfundar aðlögunar. Ef frumgerð nýtur ekki lagaverndar skal höfundi aðlögunar og
leikgerðar greitt 30-70% af gjaldi skv. a eða b lið, afgangurinn skal renna í Rithöfundasjóð
Ríkisútvarpsins.
e) Ef greitt er fyrir styttri flutningstíma en 3 mín. skal greiðslan renna í Rithöfundasjóð
Ríkisútvarpsins, en ella til höfundar. Sé um heilt ljóð að ræða rennur greiðsla til höfundar
án tillits til flutningstíma.2
f) Gjald fyrir tvítekningu, þ.e. endurflutning innan 8 daga skal vera 12% af greiðslu fyrir
frumflutning. Heimilar eru þrjár útsendingar af hverri upptöku innan þriggja ára frá fyrsta
flutningi og greiðast þá 15% af fyrstu greiðslu fyrir hverja útsendingu. Eftir þrjú ár frá
fyrstu útsendingu greiðast 20% fyrir hverja útsendingu. Þetta gildir um allt það efni sem
samningurinn tekur til, nema flutning ljóða sem ávallt greiðist fyrir að fullu
g) Útvarpinu er heimilt að hafa upptökur aðgengilegar á vef sínum í allt að mánuð frá fyrsta
útsendingardegi og hverri endurtekningu eftir það án þess að til komi sérstakt gjald.
Notaður skal “straumur” við netmiðlunina, eða hverja þá tækni aðra sem best þykir hverju
sinni til að tryggja það að ekki sé hægt að hlaða efninu niður.

3. gr.
Fyrir bókmenntaverk sem áður hafa verið birt (sbr. 2. gr. 3. mgr. höfundalaga nr. 73/1972) skal
greitt sem hér segir:

a) Fyrir framhaldssögur greiðast kr. 423.- fyrir hverja mínútu sem flutningur tekur.
Framhaldssögur teljast sögur sem eru 60 mín. í lestri eða lengri (t.d. 2 x 30 mín. eða 3 x 20
mín.). Ef sögu sem er styttri en 60 mín. er skipt í flutningi skal greitt skv. 2. gr.
b) Fyrir þýðingar á ritverkum sem a) liður fjallar um, skal greiða kr. 212.- fyrir hverja
mínútu.
c) Fyrir ljóð skal greitt eftir 2.gr. c.
d) Leikrit sem hefur verið prentað telst ekki birt nema það hafi verið flutt í Ríkisútvarpinu
eða í atvinnuleikhúsi. Fyrir leikrit sem hafa verið prentuð en ekki birt með þeim hætti sem
að ofan segir, skal greiða skv. 5. gr. Fyrir leikrit sem hafa verið birt, hvort sem þau hafa
verið prentuð eða ekki, skal greiða eftir flutningstíma kr. 1.471.- fyrir hverja mín. Fyrir
framhaldsleikrit sem hafa verið birt skal greiða á sama hátt.
Fyrir áður birtar þýðingar leikrita skal greiða sem hér segir:

1) Venjulegt leikrit – kr. 573.- fyrir hverja mínútu;
2) Leikrit sem krefst meiri vinnu af þýðanda v. stíls eða málfars – kr. 688.- f. hv. mín.
(20% álag);
3) Leikrit í bundnu máli – kr. 1.148.- f. hv. mín. (100% álag).
e) Ef áður birt verk er aðlögun annars verks skal farið eftir 2. gr. d um skiptingu þóknunar.
f) Fyrir önnur bókmenntaverk sem áður hafa verið birt skal samið hverju sinni.

Áður óbirt verk
4. gr.

Fyrir bókmenntaverk (önnur en leikrit) sem ekki hafa áður verið birt hérlendis skal greitt sem
hér segir:

a Fyrir frumsaminn skáldskap (í óbundnu máli, þ.m.t. framhaldssögur) kr. 1.490.- fyrir
hverja byrjaða mínútu sem flutningur tekur, þó ekki minna en kr. 5.053.-3
b) Fyrir þýðingar á skáldskap (í óbundnu máli, þ.m.t. framhaldssögur) kr. 747.- fyrir hverja
byrjaða mínútu sem flutningur tekur.
c) Fyrir bundið mál greiðast kr. 3.288.- fyrir hverja byrjaða mínútu sem flutningur tekur, þó
ekki minna en kr. 10.098.-. Fyrir ljóðaþýðingar skal greiða sömu fjárhæð og fyrir frumort
ljóð.

Útvarpsleikrit
5. gr.
Fyrir frumsamin leikrit sem flutt eru í útvarpi skal greitt skv. eftirfarandi reglum þegar þau eru
fyrst birt:

a) Greiðsla skal fara eftir flutningstíma og vera fyrir:

að – 5 mín. verk kr. 43.830.-
6 – 10 “ “ “ 87.661.-
11 – 15 “ “ “ 117.122.-
16 – 20 “ “ “ 136.063.-
21 – 25 “ “ “ 156.349.-
26 – 30 “ “ “ 175.920.-
31 – 35 “ “ “ 195.267.-
36 – 40 “ “ “ 215.739.-
41 – 45 “ “ “ 235.284.-
46 – 50 “ “ “ 255.016.-
51 – 55 “ “ “ 274.746.-
56 – 60 “ “ “ 294.470.-

Síðan skal greiða kr. 4.180.- fyrir hverja byrjaða mínútu.
Fyrir framhaldsleikrit skal ekki greiða byrjunargjald en greiðslan vera kr. 2.972.- fyrir hverja
mínútu.
Um endurflutning framhaldsleikrita fer eftir 3. gr. d.

b) Fyrir áður óbirtar þýðingar leikrita skal greiða sem hér segir:

1) Venjuleg leikrit: kr. 1.655,- fyrir hverja mínútu;
2) Leikrit sem krefst meiri vinnu v. málfars, stíls osfrv: kr. 1.986.- f.hv.mín. (20%
álag);
3) Leikrit í bundnu máli kr. 3.310.- f.hv.mín. (100% álag).

c) Ef sögur, sögulegur fróðleikur eða hliðstætt efni er búið til leikræns flutnings án þess að
um sé að ræða umsköpun í leikritsform (dramatíseringu) skal greiða kr. 1.470.- fyrir hverja
mín. sem flutningur tekur.
d) Ef leikrit er aðlögun annars verks skal farið eftir 2. gr. d um skiptingu þóknunar.
e) Ef leikritahöfundur eða þýðandi er viðstaddur æfingar á leikriti sem ætlunin er að flytja í
Ríkisútvarpinu, eða vinnur að breytingum á verki sínu að ósk RÚV, skal greiða fyrir slíka
vinnu eftir samkomulagi sem gert skal fyrirfram.
f) Jafnskjótt og RÚV hefur ákveðið að taka leikrit til flutnings í útvarpi skal um það gerður
samningur milli höfundar og RÚV. Sé ekki annað tekið fram skal RÚV heimill4
endurflutningur gegn greiðslu skv. öðrum ákvæðum þessa samnings. Um framsal
flutningsréttar til útvarpsstöðva í öðrum löndum skal semja við höfund hverju sinni.
g) Greiðslur til höfunda leikrita skv. þessari grein skulu inntar af hendi sem hér segir:

1. Helmingur áætlaðrar fjárhæðar við undirritun samnings skv. f lið þessarar greinar.
2. Þegar verkið er fullbúið til útsendingar skulu eftirstöðvar höfundarlauna greiddar, og að
auki skulu þá inntar af hendi greiðslur skv. e lið þessarar greinar. Þó taxtar hækki áður en
endanlegt uppgjör fer fram, skal ekki koma álag á greiðslu skv. g lið.

Útgáfa
6. gr.

a) Ríkisútvarpinu er heimilt að gefa út á hljóðbók til kynningar og/eða sölu allt að 300 eintök
af frumsömdum og þýddum leikritum sem tekin eru til flutnings, án þess að til komi
aukagreiðsla höfundarlauna eða þýðandalauna.
b) Höfundi/þýðanda skal tilkynnt um slíka útgáfu verksins með mánaðar fyrirvara.
c) Höfundareintök af útgefnu verki skulu vera 20, en eintök þýðanda 10.
d) Um útgáfur umfram 300 eintök skal samið sérstaklega með hliðsjón af samningum við
bókaútgefendur.

Drög
7. gr.
Samning draga að útvarpsleikritum, að frumkvæði Leiklistardeildar útvarps.

a) Panti Leiklistardeild sérstaklega drög (synopsis) að útvarpsleikriti af vissri lengd, greiðast
fyrir þau 20% af handriti leikrits sömu lengdar.
b) Óski Leiklistardeild eftir því að handrit verði unnið áfram, greiðast höfundi enn 20%
áætlaðra höfundarlauna fyrir fullunnið handrit.
Leiklistardeild hefur þó enn heimild á þessu stigi til að hafna handritinu eða samþykkja
það til flutnings.
c) Ákveði Leiklistardeild að handritið verði fullunnið til flutnings, greiðist fyrir það skv. 5.
gr. a)
Greiðslur skv. a) og b) liðum 6. greinar eru þá kaupauki fyrir viðkomandi verk.

Önnur verk
8. gr.
Um flutning í útvarpi á öðrum bókmenntaverkum en upp eru talin hér að framan, sem
félagsmenn í RSÍ eiga flutningsrétt að, fer eftir lögum eða reglum, þar sem um þær er að ræða,
eða eftir samkomulagi hverju sinni.

Rithöfundasjóður
9. gr.
Ríkisútvarpið greiðir árlega í Rithöfundasjóð Ríkisútvarpsins kr. 184.430.-
Þá greiðist í sjóðinn skv. samningi þessum fyrir gjaldskylt efni, ef rétthafar finnast ekki eða
krafa þeirra er fyrnd.5

Flutningur efnis
10. gr.
Flytji höfundur sjálfur í útvarpi efni sem hann hefur samið eða þýtt, skal honum greidd sama
þóknun og leikara væri greidd fyrir flutninginn eftir samningi Félags íslenskra leikara og
Ríkisútvarpsins. (Sjá þó sérstakt ákvæði um bókakynningarþætti í 10. gr.)

Réttindi og skyldur
11. gr.
RÚV ber ekki skylda til að tilkynna höfundum fyrirfram hverju sinni, hvaða ritverk það hyggst
taka til flutnings, ef verkið fellur undir 2. gr. samnings þessa. Höfundur (þýðandi) skal tilkynna
Ríkisútvarpinu, ef hann vill ekki láta flytja ritverk sín eða tiltekin ritverk sín í útvarpi. Á sama
hátt getur höfundur (þýðandi) hlutast til um að verk hans verði ekki flutt í útvarp né þeim
stjórnað af mönnum sem hann vill kveðja frá, enda tilkynni hann RÚV allt þetta a.m.k. 8
vikum áður en það tekur gildi. Stendur slíkt bann, uns höfundur (þýðandi) tilkynnir
Ríkisútvarpinu annað.
Hafi leikstjóri áhuga á að gera breytingar á fullbúnum texta útvarpsleikrits, skal hann fá
samþykki höfundar (þýðanda).
Ef annars er ekki getið í samningi, ber Ríkisútvarpinu ekki skylda til að tilkynna höfundi
fyrirfram um endurflutning leikrita, sbr. 3. ggr d og 5. gr. f, enda getur höfundur ekki, nema
hann hafi áskilið sér það sérstaklega, lagt bann við slíkum endurflutningi.
Þegar birt er úr bókum í kynningarskyni skal leita samráðs við höfund (þýðanda) um val á
sýnishorni, ef því verður við komið. Fyrir lestur slíkra sýnishorna í bókakynningarþáttum skal
greiða þeim höfundum (þýðendum) er lesa sjálfir jafnmikið og upplesurum sem annars væru
kallaðir til.
Frestur sá sem Ríkisútvarpið hefur til að tilkynna höfundi hvort efni sem hann hefur boðið
útvarpinu eða verið fenginn til að semja fyrir það, verður tekið til flutnings, er fjórir mánuðir.
Hafi Ríkisútvarpið greitt fyrir verk en ekki flutt það fellur réttur þess niður þegar þrjú ár eru
liðin frá kaupunum, og er höfundi (þýðanda) þá heimilt að ráðstafa verkinu annað, eða selja
RÚV það aftur. Þetta gildir um allt efni sem samningur þessi tekur til frá undirritun hans.

Verkgreiðsla
12. gr.
Ríkisútvarpið skal tilkynna höfundum mánaðarlega um flutning ritverka þeirra og greiða fyrir,
sbr. þó sérákvæði um leikrit í 5. gr. g.
RSÍ skal láta RÚV í té félagatal með réttum heimilisföngum og kennitölum.
Verkgreiðslu skal inna af hendi eigi síðar en einum mánuði eftir að efnið hefur verið flutt.

Launavísitala
13. gr.
Auk gjalds skv. því sem hér að framan segir, skal greiða verðlagsuppbót skv. launavísitölu sem
Hagstofa Íslands gefur út mánaðarlega.
Breytingar á töxtum skal gera ársfjórðungslega skv. framangreindri launavísitölu.6

14.gr.
Samningur þessi gildir til ársloka 2005 og endurnýjast sjálfkrafa um eitt ár í senn, hafi
hvorugur samningsaðili látið í ljós skriflega ósk um endurskoðun hans tveimur mánuðum fyrir
tilsettan tíma.

Reykjavík, 4. maí 2004.

_________________________
f.h. Rithöfundasambands Íslands.

___________________________
f.h. Ríkisútvarpsins.
Vottar: