Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Upplestrar og kynningar – Taxtar

Hér fyrir neðan er að finna taxta sem Höfundamiðstöðin setur. Athugið: Taxtar Höfundamiðstöðvar eru lágmarkstaxtar. Höfundum er í sjálfsvald sett að setja upp hærri taxta fyrir vinnu sína. Sérstakir taxtar eru fyrir skóla enda miðast þeir við að höfundur undirbúi efni fyrir heila kennslustund.

Ferðir: Fari höfundur út fyrir sitt heimasvæði greiðist 25% álag. Þurfi höfundur að dveljast yfir nótt greiðist 50% álag. Auk greiðslna fyrir upplestur/kynningu greiðir verkkaupi ferðir- og uppihald þegar það á við.

Upplestur eða kynning

Upplestur/kynning: 30.000 kr
Upplestur lágmarksgreiðsla*: 20.000 kr 

*3 eða fleiri höfundar, viðvera undir 1 klukkustund

Upplestur eða kynning í skóla

Einfaldur tími í kennslustofu**:  25.000 kr
Einfaldur tími á sal:  35.000 kr

** Fari fjöldi nemenda á einni kynningu yfir 30 gildir taxtinn á „sal“

Fundir og pallborð

Þátttaka í pallborðsumræðum:  20.000 kr
Stjórnun pallborðsumræðna:  35.000 kr
Ráðstefnu-/fundarstjórn:  35.000 kr
Fyrirlestur (eftir umfangi):  50-100.000 kr

Námskeið í skóla

Fyrstu 80 mínútur:  45.000 kr
Næstu 80 mínútur:  20.000 kr
Síðan hverjar 80 mínútur:  15.000 kr