Search
Close this search box.

Vinnustofur

Rithöfundasambandið býður góða vinnuaðstöðu í Gunnarshúsi til leigu fyrir félagsmenn á hóflegu verði, frá 17.500 kr. á mánuði. Tvær vinnustofur standa til boða og innifalið er aðgangur að eldhúsi, borðstofu og aðstöðu til fundahalda. Þráðlaust net er á staðnum. Skrifstofur eru leigðar út til eins árs í senn með möguleika á endurnýjun leigusamnings tvisvar, eða í að hámarki þrjú ár, og eru auglýstar í júni árið sem þær losna. Ef þið hafið fyrirspurnir hafið þá samband í síma 568 3190 eða með pósti til tinna@rsi.is.