Search
Close this search box.

Fjöruverðlaunin afhent!

fjaran

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru veitt í dag í Höfða, en tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, barna- og unglingabókmenntum, fagurbókmenntum og fræðibókum og ritum almenns eðlis, og voru vinningshafar þær Hildur Knútsdóttir, Halldóra K. Thoroddsen og Þórunn Sigurðardóttir.

Um bók Hildar Knútsdóttir segir í umsögn dómnefndar:

Vetrarfrí er lipurlega skrifuð og ákaflega spennandi unglingabók með mikilvægan boðskap og sterka ádeilu. Sagan hefur sterka samsvörun til nútímans og heimsmálanna og færir þær hörmungar sem fylgja lífi flóttamannsins nær unglingum og lesendum,“ segir í umsögn dómnefndar, og ennfremur: „Þrátt fyrir að sagan lýsi óhugnaði og blóðugu ofbeldi er mikill húmor í henni sem gerir það að verkum að það fjarstæðukennda verður öllu bærilegra aflestrar og er því þessi hörmungasaga því um leið líka stórskemmtileg.“

Um bók Halldóru K. Thoroddsen segir:

Tvöfalt gler er stutt skáldsaga, svokölluð nóvella, og í henni er skrifað um manneskju sem ekki oft fær rödd í íslenskum skáldskap; konu á áttræðisaldri sem hefur nýlega misst eiginmann sinn. Konu sem að einhverju leyti er „úr leik“ og „tíminn hefur nagað“ eins og segir í sögunni. Þegar hún lendir í ástarsambandi stendur hún frammi fyrir spurningum um réttmæti þess að verða ástfangin á efri árum, auk þess sem hún tekst á við álit fólksins í kringum sig.“

Um bók Þórunnar Sigurðardóttur Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld segir:

„Bókin hefur að geyma frumrannsókn Þórunnar Sigurðardóttur á lítt rannsökuðu efni, en í henni rýnir höfundur í íslensk tækifæriskvæði frá árnýöld, sem ort voru í minningu látinna, og sýnir fram á að þau heyri undir mismunandi kvæðagreinar.“

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email