Skáld í skólum

skaldlogo

Skáld í skólum – Bókmenntadagskrár til flutnings í grunnskólum og leikskólum

Höfundamiðstöð RSÍ býður grunnskólum á hverju ári upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi. Dagskrárnar eru metnaðarfullar og fræðandi, höfundar koma í heimsókn til að tala um bækur og lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra og síðast en ekki síst til að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði.

Í ár munu sex höfundar frá Höfundamiðstöð RSÍ heimsækja grunnskólana og fara í ævintýraleiðangur með nemendum og kennurum um veröld bókmenntanna. Þeir munu fjalla um allt sem hægt er að skrifa um; ævintýri hversdagsins, leyndardóma og kjánalæti, íþróttir og dauðann, hið umbreytandi afl og hreinlega allt milli himins og jarðar!

Skáld í skólum er á sínu 17. starfsári. Dagskrárnar hafa fyrir löngu sannað sig sem ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins, en tæplega 80 mismunandi dagskár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf fyrst göngu sína árið 2006.

Bæklingur með kynningum á dagskránum og tímabil er kynnt í sumarlok ár hvert.

 


Dagskrár 2022 

Verð kr. 40.000.
Upplýsingar og pantanir í síma 568 3190 – tinna@rsi.gagnaver.is

Bæklingur 2022 

SKÁLD Í SKÓLUM – bæklingur 2022 

Höfundar að eigin vali

Vert er að minna á að margir höfundar bjóða upp á skemmtilegar dagskrár þar sem þeir fjalla um verk sín og bókmenntir í stærra samhengi. Skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök geta leitað til Höfundamiðstöðvar sem veitir upplýsingar og hefur milligöngu um að bóka slíkar dagskrár og veitir líka ráðgjöf varðandi námskeið og aðra viðburði sem rithöfundar koma að.

Eldri dagskrár

SKÁLD Í SKÓLUM: skoða eldri dagskrár


Þakkir frá nemendum og kennurum eftir dagskrár Skálda í skólum

  • Takk fyrir, þetta var mjög gaman og fróðlegt. Mjög flott sýning. – Þjórsárskóli

  • Við viljum þakka kærlega fyrir góða heimsókn. Þeir Aðalsteinn og Svavar Knútur voru frábærir gestir. – Tjarnarskóli

  • Við vorum mjög ánægð með þá Svavar Knút og Aðalstein Ásberg, þetta var mjög skemmtileg dagskrá. – Grunnskólinn Hellu

  • Það er skemmst frá því að segja að ritsmiðja Hildar var afar vel heppnuð, vel undirbúin og áhugaverð í alla staði enda vakti hún mikla lukku meðal nemenda. Kærar þakkir! – Landakotsskóli

  • Hildur Knúts hefur verið alveg frábær með ritsmiðjuna Veiðum hugmyndir í 6. bekknum okkar. – Heiðarskóli

  • Báðar kynningarnar voru skemmtilegar og gagnlegar nemendum líkaði vel. – Klébergsskóli

  • Það var mjög ánægjulegt að fá skáldin í heimsókn og börnin höfðu mjög gaman af.

  • Mælum klárlega með þessu fyrir alla skóla! – Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði

  • Við vorum alveg svakalega ánægð með Davíð og Margréti. Virkilega skemmtileg dagskrá. – Heiðarskóli

  • Við höfðum öll mjög gaman af þessum heimsóknum. – Grunnskóli Seltjarnarness

  • Það var mjög gaman að fá þessa ungu flottu rithöfunda. Þau náðu vel til krakkanna. – Öldutúnsskóli

  • Við höfðum öll mjög gaman af þessum heimsóknum. – Grunnskóli Seltjarnarness

  • Við vorum mjög ánægð. Báðar dagskrár voru mjög vel heppnaðar. Höfundarnir nálguðust nemendur með því að sýna myndir og segja frá sjálfum sér á barns- og unglingsaldri, lesandi og skrifandi með öllu sem fylgir þessum aldursskeiðum. Bækur höfundanna allra eru í stöðugum útlánum og svo vilja nemendur lesa svipaðar bækur þegar þeim sleppir. Gæti ekki verið betra! – Austurbæjarskóli

  • Báðar kynningarnar voru skemmtilegar og gagnlegar og nemendum líkaði vel. – Klébergsskóli

  • Öllum hér líkaði vel við dagskrána, takk fyrir okkur! – Giljaskóli

  • Okkur fannst heimsóknin áhugaverð og höfðaði hún bæði til nemenda og kennara. – Grunnskólinn Sandgerði

  • Dagskráin gekk mjög vel og allir voru ánægðir. Krakkarnir hlustuðu vel og ég veit að í 10. bekk er verið að vinna með ljóð í framhaldinu. – Brekkubæjarskóli