Search
Close this search box.

Skáld í skólum

Bókmenntadagskrár fyrir grunn- og leikskóla

Höfundamiðstöð RSÍ býður grunnskólum á hverju ári upp á bókmenntadagskrár undir nafninu Skáld í skólum þar sem höfundar heimsækja skólana til að fjalla um bókmenntir af ýmsu tagi.

Dagskrárnar eru metnaðarfullar, skemmtilegar og fræðandi. Höfundar koma tala um sögur, bækur, lestur, sköpun og skrif, ævintýri sögupersóna jafnt sem skapara þeirra – með það að markmiði að smita nemendur af ólæknandi lestrar- og sköpunargleði.

Í ár munu sex vinsælir barna- og ungmennabókahöfundar heimsækja grunnskólana og fara í sannkallaðan ævintýraleiðangur með nemendum og kennurum um heim bókmenntanna. Þau  munu meðal annars fjalla um kúnstina að koma auga á sögur í kringum okkur og hvernig hægt er að sjá þær og tjá þær. Þau munu ræða það hvernig við skrifum skemmtilegar sögur um erfiða hluti, er það yfirhöfuð hægt? Vondir kallar koma pottþétt við sögu, foynjur og meira að segja uggvænlegar hrollvekjur og furðusögur! En þau munu líka koma inn á það hvernig hægt sé að nýta íslenskan sagna- og menningararf til að skapa nýstárlegar og spennandi sögur.

Skáld í skólum er á sínu 18. starfsári. Dagskrárnar hafa fyrir löngu sannað sig sem ómissandi þáttur í kynningu nútímabókmennta í grunnskólum landsins, en tæplega 80 mismunandi dagskár hafa orðið til innan vébanda verkefnisins frá því það hóf fyrst göngu sína árið 2006.

Bæklingur með kynningum á dagskránum og tímabil er kynnt í sumarlok ár hvert.

 

Dagskrár

SKÁLD Í SKÓLUM 2023 

SKÁLD Í SKÓLUM 2006 – 2022

 

Viltu fá Skáld í skólann þinn? 

Allar upplýsingar og pantanir: