Search
Close this search box.

Hjörtur Pálsson hlýtur norræn þýðingarverðlaun

L05150615 Hjörtur Pá
Hjörtur Pálsson rithöfundur

Í júní 2015 hlaut íslenski þýðandinn Hjörtur Pálsson norræn þýðendaverðlaun Letterstedtska föreningen, en þetta er í fjórða sinn sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunin eru ætluð fyrir þýðingar á fagurbókmenntum milli Norðurlandamála eða fyrir ævistarf við norrænar þýðingar og verðlaunaupphæðin nemur 50.000 SEK.

Hjörtur Pálsson er fæddur 1941 og hefur verið afkastamikill þýðandi um árabil, en hefur auk þess sent frá sér mörg frumsamin verk, bæði í lausu máli og bundnu. Í greinargerð dómnefndar Letterstedska foreningen kemur fram að hann hefur þá sérstöðu meðal íslenskra bókmenntaþýðenda að hafa þýtt úr öllum Norðurlandamálum nema grænlensku (þ.e. dönsku, færeysku, finnsku, norsku og sænsku) á íslensku, bæði ljóð og prósa. Hjörtur hefur verið skáld og þýðandi að aðalstarfi frá 1985.

Rithöfundasamband Íslands óskar Hirti innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.

Hér má sjá fréttatilkynningu á íslensku frá Letterstedtska föreningen og hér er fréttin á heimasíðu félagsins.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email