Search
Close this search box.

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016

  Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016 voru tilkynntar í Gerðubergi 12. mars sl. Tilnefnt er í þremur flokkum: fyrir skáldrit á íslensku, þýðingar og myndskreytingar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki fyrir sig en bækurnar sem eru tilnefndar í ár eru þrettán talsins þar sem tvær eru tilnefndar í tveimur flokkum. Þær eru hrollvekjusafnið Eitthvað […]

Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: Svimandi kompukláði 9. mars 2016   Sæl, mín kæra! Nú er orðið langt síðan ég skrifaði þér síðast en ég hélt í útlegð inn í sautjándu öldina. Hægt og bítandi ætla ég að halda lengra og lengra inn í hana og reyna að skilja 400 ára hugsun. […]

Menningarverðlaun DV 2015

  Menningarverðlaun DV voru afhent í 37. sinn 9. mars sl. við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin voru ahent í níu flokkum og meðal verðlaunahafa voru Linda Vilhjálmsdóttir sem hlaut verðlaun í flokki bókmennta fyrir ljóðabókina Frelsi og Þórunn Sigurðardóttir sem fékk verðlaun í flokki fræða fyrir ritið Heiður og huggun – erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. […]

Sumarúthlutun – umsóknarfrestur til 20. mars

Umsóknarfrestur fyrir sumarúthlutun í Norðurbæ og Sléttaleiti er t.o.m. 20 mars nk. Húsin eru í vikuleigu yfir sumarið (föstudagur til föstudags) og kostar vikan 10.000 kr. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni og á sömu síða má finna dagatal sem hægt er að fletta til að sjá lausar vikur: Norðurbær og Sléttaleiti. Þær vikur sem enn […]

Heiðursfélagi fallinn frá

Jenna Jens­dótt­ir, rit­höf­und­ur og heiðursfélagi í Rithöfundasambandinu, lést á Hrafn­istu í Reykja­vík í gær. Jenna fædd­ist 24. ág­úst 1918 á Læk í Dýraf­irði. Jenna starfaði lengst af sem kennari við „Hreiðars­skóla“ á Ak­ur­eyri og svo við Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Langholtsskóla, Barnaskóla Garðabæjar og Námsflokka Reykjavíkur. Hún var bók­mennta­gagn­rýn­andi, þátta- og greina­höf­und­ur við Morg­un­blaðið í […]

Bréfaskrif

Margrét Bjarnadóttir og Haraldur Jónsson skrifast á: Sautján ára vinátta Reykjavík, 23.02. 2016 Elsku Halli, ég var að átta mig á því að við höfum þekkst í 17 ár.  Ég var 17 ára þegar við kynntumst. Ég þarf ekki að orða hið augljósa en geri það samt: Ég hef lifað jafn lengi með þér og […]

Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: Blóm í vasa og fluga á visku   29. febrúar 2016 Sæl mín kæra, Takk fyrir siglinguna sem varð til í bréfinu þínu. Tekurðu eftir vorinu sem lúrir í loftinu? Það er farið að birta svo skart að mig sundlar og í dag er aukadagur á dagatalinu […]

Aðalfundur Rithöfundasambandsins 2016

Aðalfundur RSÍ verður haldinn 28. apríl 2016. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs er til 24. mars nk. Kjósa þarf formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann, skv. 5. grein laga Rithöfundasambands Íslands. Jón Kalman Stefánsson varaformaður og Gauti Kristmannsson varamaður gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Skrifleg framboð til stjórnarkjörs berist skrifstofu RSÍ eigi síðar en […]

Tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016

Fjórtán verk eru tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016. Elísabet Jökulsdóttir og Guðbergur Bergsson eru tilnefnd fyrir hönd Íslands, Elísabet fyrir ljóðabókina Ástin ein taugahrúga: Enginn dans við Ufsaklett og Guðbergur fyrir skáldsöguna Þrír sneru aftur. Tilkynnt verður um verðlaunahafa  þann 1. nóvember næstkomandi í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn. Verðlaunafé er 350 þúsund d.kr. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs […]

Jæja frá formanni

Jæja … Þá er að tæpa á því helsta frá því síðast. Fjölmiðlafárið um listamannalaunin hélt eitthvað áfram, stóð í ríflega tvær vikur. Rithöfundar eru árlega í fremstu víglínu og taka á sig gusur. Myndbirtingar minntu sumar á villta vestrið, einhverjir tjargaðir og fiðraðir á samfélagsmiðlatorginu og þar víða leyfilegt að sparka, bíta og klóra. […]