Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: K(ó)rónur, auðsöfnun og bréfkorn til Frans páfa 23. mars 2016 Kæra Kristín! Vonandi fer kvefið að yfirgefa þig með sínum fléttuflækjum svo hugsanirnar fái að renna áfram eins og slegið hár, glansandi slétt og slegið hár. Nei, ekki fara að læra hagfræði en þú getur fléttað henni […]
Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: Nokkrar hugleiðingar um buxnaklaufar, hormóna og Fridu Kahlo 14.3.2016 Sæl, mín kæra! Takk fyrir bréfið og bréfin öll. Það er lúmsk þerapía fólgin í því að skrifa bréf og skrifast á við pennavinkonu. Ég ætla núna að gera tilraun til að greina í hverju þerapían er […]
Lifað af listinni – málþing

Málþingið í Iðnó kl. 13 – 16, föstudaginn 18. mars nk. Boðið verður upp á kaffi, te og með því. Enginn aðgangseyrir. Málþingið byggir á stuttum erindum um nokkra veigamikla þætti höfundaréttar, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Einnig verða umræður á borðum og í pallborði í lok dags. Dagskrá: 1. Eintakagerð til einkanota […]
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016 voru tilkynntar í Gerðubergi 12. mars sl. Tilnefnt er í þremur flokkum: fyrir skáldrit á íslensku, þýðingar og myndskreytingar. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki fyrir sig en bækurnar sem eru tilnefndar í ár eru þrettán talsins þar sem tvær eru tilnefndar í tveimur flokkum. Þær eru hrollvekjusafnið Eitthvað […]
Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: Svimandi kompukláði 9. mars 2016 Sæl, mín kæra! Nú er orðið langt síðan ég skrifaði þér síðast en ég hélt í útlegð inn í sautjándu öldina. Hægt og bítandi ætla ég að halda lengra og lengra inn í hana og reyna að skilja 400 ára hugsun. […]
Menningarverðlaun DV 2015

Menningarverðlaun DV voru afhent í 37. sinn 9. mars sl. við hátíðlega athöfn í Iðnó. Verðlaunin voru ahent í níu flokkum og meðal verðlaunahafa voru Linda Vilhjálmsdóttir sem hlaut verðlaun í flokki bókmennta fyrir ljóðabókina Frelsi og Þórunn Sigurðardóttir sem fékk verðlaun í flokki fræða fyrir ritið Heiður og huggun – erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. […]
Sumarúthlutun – umsóknarfrestur til 20. mars

Umsóknarfrestur fyrir sumarúthlutun í Norðurbæ og Sléttaleiti er t.o.m. 20 mars nk. Húsin eru í vikuleigu yfir sumarið (föstudagur til föstudags) og kostar vikan 10.000 kr. Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðunni og á sömu síða má finna dagatal sem hægt er að fletta til að sjá lausar vikur: Norðurbær og Sléttaleiti. Þær vikur sem enn […]
Heiðursfélagi fallinn frá

Jenna Jensdóttir, rithöfundur og heiðursfélagi í Rithöfundasambandinu, lést á Hrafnistu í Reykjavík í gær. Jenna fæddist 24. ágúst 1918 á Læk í Dýrafirði. Jenna starfaði lengst af sem kennari við „Hreiðarsskóla“ á Akureyri og svo við Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Langholtsskóla, Barnaskóla Garðabæjar og Námsflokka Reykjavíkur. Hún var bókmenntagagnrýnandi, þátta- og greinahöfundur við Morgunblaðið í […]
Bréfaskrif

Margrét Bjarnadóttir og Haraldur Jónsson skrifast á: Sautján ára vinátta Reykjavík, 23.02. 2016 Elsku Halli, ég var að átta mig á því að við höfum þekkst í 17 ár. Ég var 17 ára þegar við kynntumst. Ég þarf ekki að orða hið augljósa en geri það samt: Ég hef lifað jafn lengi með þér og […]
Spjallþráður

Kristín Ómarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifast á: Blóm í vasa og fluga á visku 29. febrúar 2016 Sæl mín kæra, Takk fyrir siglinguna sem varð til í bréfinu þínu. Tekurðu eftir vorinu sem lúrir í loftinu? Það er farið að birta svo skart að mig sundlar og í dag er aukadagur á dagatalinu […]