Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Heiðursfélagi fallinn frá

JennaJens

Jenna Jensdóttir, rithöfundur

Jenna Jens­dótt­ir, rit­höf­und­ur og heiðursfélagi í Rithöfundasambandinu, lést á Hrafn­istu í Reykja­vík í gær. Jenna fædd­ist 24. ág­úst 1918 á Læk í Dýraf­irði. Jenna starfaði lengst af sem kennari við „Hreiðars­skóla“ á Ak­ur­eyri og svo við Barnaskóla Akureyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar, Langholtsskóla, Barnaskóla Garðabæjar og Námsflokka Reykjavíkur. Hún var bók­mennta­gagn­rýn­andi, þátta- og greina­höf­und­ur við Morg­un­blaðið í ára­tugi.

Eftir Jennu liggur á þriðja tug barna- og unglingabóka, þ. á m. Öddubækurnar sem hún skrifaði ásamt eiginmanni sínum Hreiðari Stefánssyni. Þar að auki sendi hún frá sér ljóðabók og tvö smásagnasöfn.

Rithöfundasambandið vottar afkomendum og aðstandendum Jennu samúð.

Comments are closed.