Search
Close this search box.

Lifað af listinni – málþing

Lifað af listinni

Málþingið í Iðnó kl. 13 – 16, föstudaginn 18. mars nk.
Boðið verður upp á kaffi, te og með því. Enginn aðgangseyrir.
Málþingið byggir á stuttum erindum um nokkra veigamikla þætti höfundaréttar, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir. Einnig verða umræður á borðum og í pallborði í lok dags.

Dagskrá:
1. Eintakagerð til einkanota – Gunnar Guðmundsson, formaður IHM og framkvæmdastjóri SFH.
2. Virði verka á vefnum – Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs
3. Samningskvaðir – frábær leið til aukins aðgengis – Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri FJÖLÍS
4. Ný tilskipun Evrópusambandsins um umsýslu með höfundarétti – Vigdís Sigurðardóttir lögmaður
5. Menningararfurinn og mikilvægi fræðslu um höfundarétt – Knútur Bruun, fyrrv. stjórnarformaður MYNDSTEFs
6. Hringborðsumræður með fulltrúum þingflokkanna – sýn löggjafans á framtíð höfundaréttar.
Málþingsstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir forseti BÍL

Gunni og Felix krydda umræðuna með innskotum um inntak höfundaréttar og það hvernig listafólki gengur að lifa af listinni. Helga Páley teiknari mun mynd-túlka (teikna) málþingið, túlka helstu lykilsetningarnar og stemninguna. Hægt verður að kynna sér afraksturinn í kaffihléi og að málþinginu loknu. Þá munu gestir taka virkan þátt í málþinginu, því að erindum loknum verða umræður á borðum

Að málþinginu standa BÍL, FJÖLÍS, STEF, MYNDSTEF og IHM

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email