Aðventa lesin í Gunnarshúsi

Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin á aðventunni á sama tíma í Gunnarshúsi í Reykjavík og á Skriðuklaustri. Lesturinn fer fram þann 10. desember, annan sunnudag í aðventu og hefst á báðum stöðum kl. 13:30 Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8, les Friðgeir […]
Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2024

Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna og kvára á Íslandi 5. desember 2023. Eftirfarandi höfundar og bækur hluti tilnefningar: Í flokki barna- og unglingabókmennta Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis Í flokki fagurbókmennta Fegurðin í flæðinu eftir Ester HilmarsdótturMóðurást: Oddný eftir Kristínu ÓmarsdótturÆvintýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur Rökstuðning dómnefnda má sjá á […]
Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2023

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir 12 mánuðir 9 mánuðir 6 mánuðir 3 mánuðir
Tilnefningar til Íslensku bókmennta-verðlaunanna og Blóðdropans 2023

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaun fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin, Blóðdropann, um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefanda kostar verðlaunin. Tilnefningar í flokki skáldverka: Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka: Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Tilnefningar til […]
Notkun hljóðbóka aukist mikið en lestur bóka dregist saman

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem gerð er í samstarfi við RSÍ og aðra helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði sem er svipað og á síðustu árum og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi

Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur Í aðdraganda jóla hefur skapast sú hefð að höfundar kynni nýútkomnar bækur sínar í Gunnarshúsi. Í ár ríður Steinunn Sigurðardóttir á vaðið með bók sína BÓL fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00. Guðrún Steinþórsdóttir ræðir við höfund í gegnum Zoom og Ólafía Hrönn les upp úr bókinni. Dagskránni stjórnar Júlía Björnsdóttir. Um […]
Opið fyrir umsóknir – La Rochelle 2024

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í La Rochelle, Frakklandi í maí 2024. Umsóknir skulu vera á ensku. Lágmarksdvalartími er þrjár vikur. Innifalið í styrknum er dvöl, ferðastyrkur til og frá Íslandi og dagpeningar. Höfundur tekur þátt í einni vinnustofu og heldur eitt erindi meðan á dvölinni stendur. Opið er fyrir umsóknir […]
Rán Flygenring hlýtur barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs

Rán Flygenring hlaut í gær barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir myndabókina Eldgos sem gefin var út 2022. Útgefandi er Angústúra. Alls voru 14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin voru veitt í Norska óperu- og balletthúsinu í Ósló og hlýtur Rán verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar […]
Birna Stefánsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Birna Stefánsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Örverpi, sem er hennar fyrsta ljóðabók. Benedikt útgáfa gefur út. Alls bárust 77 óbirt ljóðahandrit í keppnina í ár en handrit eru send inn undir dulnefni. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en árið 2004 var tekin upp sú […]
Kamilla Kjerúlf hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og styðja þannig við nýsköpun í greininni. Að þessu sinni bárust 24 óprentuð handrit. Kamilla bar sigur úr bítum fyrir handrit sitt Leyndadómar draumaríkisins. Bókin er hennar fyrsta bók og kemur út í dag. Útgefandi er Bjartur / Veröld. Í dómnefnd sátu […]