Search
Close this search box.

Gerður Kristný hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf

Gerður Kristný hlaut í dag viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstöf. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir að Gerður hefur verið mikilvirk á ritvellinum undanfarna áratugi. Hún er líka fjölhæf og fæst við ólíkar gerðir bókmennta; skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og lætur jafn vel að fást við bundið mál og laust. Rithöfundasambandið óskar Gerði Kristnýju innilega […]

Gervigreind og bókmenntaþýðingar

Tímaritið Counterpoint, tímarit félaga bókmenntaþýðenda í Evrópu, fjallar um gervigreind í nýjasta tölublaði sínu. Gervigreindin hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, ekki síst í tengslum við bókmenntaþýðingar, en margir eru uggandi um margvísleg og ófyrirsjáanleg áhrif þessarar nýju tækni á greinina.   Hér má lesa nýjasta tölublaðið í heild sínni.

Auður Haralds látin

Auður Haralds rithöfundur lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 2. janúar 2024 eftir stutt veikindi.  Auður fæddist í Reykjavík þann 11. desember 1947. Hún starfaði sem blaðamaður, þýðandi, útvarpskona og pistlahöfundur og sinnti verslunar-, skrifstofu- og verksmiðjustörfum.  Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979. Hún vakti mikla […]

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2023

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kynntar í Kiljunni í gærkvöldi. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau eru veitt fyrir bestu þýðingu á bókmenntaverki og er tilgangur þeirra að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar. Í dómnefnd sitja Elísabet Gunnarsdóttir, Þórður Helgason […]

Bóksalaverðlaunin 2023

Bóksalaverðlaunin 23

Á hverju ári velja bóksalar sínar uppáhaldsbækur og tilkynna í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV. Úrslit kynntu Starri Reynisson frá Eymundsson á Austurstræti og Kristín Nanna Einarsdóttir úr Bókabúð Sölku á Hverfisgötu. Í flokki skáldverka: Í flokki ljóðabóka: Í flokki íslenskra barna- og ungmennabóka: Í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna: Í flokki þýddra skáldverka: Í flokki […]

Aðventa lesin í Gunnarshúsi

Fridgeir í hlutverki sínu i Adventu í Borgarleikhúsinu.

Aðventa, saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin á aðventunni á sama tíma í Gunnarshúsi í Reykjavík og á Skriðuklaustri. Lesturinn fer fram þann 10. desember, annan sunnudag í aðventu og hefst á báðum stöðum kl. 13:30 Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8, les Friðgeir […]

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2024

Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna og kvára á Íslandi 5. desember 2023. Eftirfarandi höfundar og bækur hluti tilnefningar: Í flokki barna- og unglingabókmennta Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis Í flokki fagurbókmennta Fegurðin í flæðinu eftir Ester HilmarsdótturMóðurást: Oddný eftir Kristínu ÓmarsdótturÆvintýrið eftir Vigdísi Grímsdóttur Rökstuðning dómnefnda má sjá á […]

Tilnefningar til Íslensku bókmennta-verðlaunanna og Blóðdropans 2023

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaun fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin, Blóðdropann, um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefanda kostar verðlaunin. Tilnefningar í flokki skáldverka:  Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:  Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Tilnefningar til […]