Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi

Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur

Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur

Í aðdraganda jóla hefur skapast sú hefð að höfundar kynni nýútkomnar bækur sínar í Gunnarshúsi. Í ár ríður Steinunn Sigurðardóttir á vaðið með bók sína BÓL fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00. 

Guðrún Steinþórsdóttir ræðir við höfund í gegnum Zoom og Ólafía Hrönn les upp úr bókinni. Dagskránni stjórnar Júlía Björnsdóttir.

Um BÓL:

LínLín er ekki fisjað saman. Þrátt fyrir sáran missi og þung áföll stendur hún keik. En nú er komið að ögurstund: Náttúran fer hamförum við sælureitinn hennar í sveitinni. Einbeitt heldur hún þangað, til móts við minningarnar, leyndarmálin og sorgirnar stóru. Mögnuð saga um ofurást og hjartasorg, styrk og uppgjöf, eldheitt verk frá snilldarhöfundi.

Léttar veitingar. Öll velkomin!

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email