Search
Close this search box.

Tilnefningar til Íslensku bókmennta-verðlaunanna og Blóðdropans 2023

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaun fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin, Blóðdropann, um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.

Félag íslenskra bókaútgefanda kostar verðlaunin.

Tilnefningar í flokki skáldverka: 

 • Ból eftir Steinunni Sigurðardóttur
 • DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur
 • Land næturinnar eftir Vilborgu Davíðsdóttur
 • Dúnstúlkan í þokunni eftir Bjarna M. Bjarnason
 • Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl

Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka: 

 • Bannað að drepa eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring myndhöfund
 • Vísindalæsi – Hamfarir eftir Sævar Helga Bragason og Elías Rúna myndhöfund
 • Hrím eftir Hildi Knútsdóttur
 • Mömmuskipti eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur
 • Stelpur stranglega bannaðar eftir Emblu Bachmann

Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

 • Alþýðuskáldin á Íslandi – Saga um átök eftir Þórð Helgason
 • Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg – Baráttusaga Guðrúnar Jónsdóttur eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttir
 • Með verkum handanna – Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson og Lilju Árnadóttir
 • Samfélag eftir mál – Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi eftir Harald Sigurðsson
 • Séra Friðrik og drengirnir hans – Saga æskulýðsleiðtoga eftir Guðmund Magnússon

Tilnefningar til Blóðdropans 2023, Íslensku glæpasagnaverðlaunanna eru: 

 • Blóðmeri eftir Steindór Ívarsson
 • Borg hinna dauðu eftir Stefán Mána
 • Heim fyrir myrkur eftir Evu Björg Ægisdóttur
 • Maðurinn frá São Paulo eftir Skúla Sigurðsson
 • Sæluríkið eftir Arnald Indriðason

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt 1989 og er ætlað að draga fram athyglisverðustu útgáfubækur hvers ár. Félag íslenskra bókaútgefenda gerði fyrr á þessu ári samkomulag við Íslenska glæpafélagið um að taka yfir verklega framkvæmd Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og eru verðlaunin því veitt samtímis í fyrsta sinn í ár. 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email