Bjarni Jónsson hlýtur Ísnálina 2022

Ísnálin 2022 var afhent í þann 13. júní. Í ár hlaut Bjarni Jónsson Ísnálina fyrir þýðingu sína Kalmann eftir Joachim B. Schmidt. Mál og menning gefur út. Umsögn dómnefndar er erftirfarandi: Það var einróma álit dómnefndar að þýðing Bjarna Jónssonar á Kalmann e. Joachim B. Schmidt skuli hljóta Ísnálina í ár. Kalmann segir frá ungum […]

Tilnefningar til Ísnálarinnar

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Ísnálarinnar 2022. Tilnefndir höfundar eru:   Ingunn Snædal fyrir þýðingu sína Þögla ekkjan, útgefandi: Bjartur   Ísak Harðarson fyrir þýðingu sína Spegilmenni, útgefandi: JPV   Árni Óskarsson fyrir þýðingu sína Örvænting, útgefandi:  Bókaútgáfa Sæmundar   Jón Hallur Stefánsson fyrir þýðingu sína Dauðahliðið, útgefandi: JPV   Bjarni Jónsson fyrir þýðingu […]

Nýræktarstyrkir 2022

Nýræktarstyrkir

Fimmtudaginn 2. júní veitti Miðstöð íslenskra bókmennta þremur nýjum höfundum Nýræktarstyrki fyrir verk þeirra, en hver styrkur nemur hálfri milljón króna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti styrkina í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins. Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá […]

Úthlutað hefur verið til höfunda vegna afnota á bókasöfnum 2021

Fjöldi útlána, á skráð verk, frá Landskerfi bókasafna var 1.891.004, frá Hljóðbókasafni Íslands 305.945 og 1.169 frá Rafbókasafni. Sjóðurinn er deilisjóður þar sem útlánum er deilt í þá upphæð sem til úthlutunar er hverju sinni. Í ár var úthlutað kr. 183.011.117. Greiðslu fengu 937 höfundar/rétthafar. Lágmarksgreiðsla var 8.625 kr. Greiðsla pr. útlán var 129,7 kr. […]

Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót

Skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í dag. Á vef Háskólans segir: Hannes og Steinunn eru meðal okkar merkustu samtímahöfunda. Hannes er bæði ljóðskáld og fræðimaður. Hann kvaddi sér hljóðs með Kvæðabók árið 1955 og meðal annarra ljóðabóka á löngum og farsælum ferli Hannesar eru Stund […]

Haukur Ingvarsson hlýtur Maístjörnuna

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2021. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í sjötta sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í dag 18. maí. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2021 hlýtur Haukur Ingvarsson fyrir bókina: Menn sem elska menn Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina […]

Maístjarnan veitt 18. maí

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn bjóða félagsmönnum RSÍ að vera viðstaddir afhendingu Maístjörnunnar vegna ársins 2021 en Maístjarnan verður veitt í sjötta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni miðvikudaginn 18. maí, kl. 15. Dagskrá: Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna og kynnir dagskrá afhendingar ljóðaverðlaunanna. Dómnefnd, Soffía Auður Birgisdóttir og Birgir Freyr Lúðvígsson, kynnir […]

Nýir heiðursfélagar RSÍ

Á aðalfundi þann 28. apríl sl. voru kjörnir tveir nýir heiðursfélagar RSÍ, Vigdís Grímsdóttir og Ólafur Haukur Símonarson. Vigdís Grímsdóttir gaf út fyrsta skáldverk sitt 1983, smásagnasafnið Tíu myndir úr lífi þínu, sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma, sem strax vakti verðskuldaða athygli. Íslenskum bókmenntaunnendum varð það þegar ljóst að hér hljómaði fersk rödd sem vonandi […]

Aðalfundur RSÍ 2022

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn í Gunnarshúsi þann 28. apríl 2022 sl. Á fundinum var Karl Ágúst Úlfsson endurkjörinn formaður RSÍ og Margrét Tryggvadóttir var kjörin varaformaður. Jón Gnarr var endurkjörinn meðstjórnandi og Sigríður Hagalín Björnsdóttir kom ný í stjórn í sæti varamanns. Auk þeirra sitja áfram í stjórn Sindri Freysson meðstjórnandi og Ragnar Jónasson varamaður […]

Skýrsla formanns frá aðalfundi 2022

Kæru félagar! Enn eitt árið. Enn einn aðalfundurinn. Og oft finnst manni lítið hafa gerst sem í frásögu sé færandi. Það er þó ekki sú tilfinning sem bærist í brjósti mér nú þegar ég stíg í pontu í fjórða sinn sem formaður RSÍ. Heimsfaraldurinn hafði býsna mikil og víðtæk áhrif á starfsemi Rithöfundasambandins, rétt eins […]