Search
Close this search box.

Úthlutað hefur verið til höfunda vegna afnota á bókasöfnum 2021

Fjöldi útlána, á skráð verk, frá Landskerfi bókasafna var 1.891.004, frá Hljóðbókasafni Íslands 305.945 og 1.169 frá Rafbókasafni.

Sjóðurinn er deilisjóður þar sem útlánum er deilt í þá upphæð sem til úthlutunar er hverju sinni. Í ár var úthlutað kr. 183.011.117.

Greiðslu fengu 937 höfundar/rétthafar. Lágmarksgreiðsla var 8.625 kr. Greiðsla pr. útlán var 129,7 kr.

Ástæða er til að vekja athygli höfunda á að úthlutun ársins í fyrra var að mörgu leyti óvenjuleg þar sem flest bókasöfn voru lokuð í allt að 12 vikur vegna Kóvid-faraldursins. Útlán ársins 2021 eru u.þ.b. 400.000 fleiri en árið 2020 og greiðsla pr. útlán því lægri en á síðasta ári.

Höfundar og rétthafar sem fá greiðslu fá jafnframt senda skilagrein í tölvupósti ef netfang þeirra er skráð hjá sjóðnum.

Þeir sem ekki fengu greiðslu úr sjóðnum 23. maí s.l. hafa ekki náð lágmarksgreiðslunni kr. 8.625.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email