Search
Close this search box.

Eiríkur Guðmundsson látinn

Eiríkur Guðmundsson

Ei­rík­ur Guðmunds­son rit­höf­und­ur og útvarpsmaður er lát­inn, 52 ára að aldri.

Eiríkur fædd­ist hinn 28. sept­em­ber árið 1969 í Bol­ung­ar­vík. Hann útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum 1995 frá Háskóla Íslands. Eiríkur starfaði lengst af við dagskrárgerð á Rás 1 og hafði lengi umsjón með Víðsjá og Lestinni þar sem hann fjallaði um menningarmál af ýmsum toga. 

Fyrsta skáldsaga Eiríks, 39 þrep á leið til glötunar, kom út árið 2004 og þar á eftir fylgdu skáldsögurnar Undir himninum (2006), 1983 (2013) sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna,  Sýrópsmáninn (2010), Ritgerð mín um sársaukann (2018) og ljóðabókin Blind­ur hest­ur (2015).  Eiríkur gaf árið 2008 út bók um skáldskap Steinars Sigurjónssonar og ritstýrði heildarútgáfu á verkum hans. Eftir hann liggja þar að auki fjöldi tímaritsgreina, ritdóma og útvarpspistla.

Ei­rík­ur læt­ur eft­ir sig einn son, Kol­bein Orfeus, og stjúp­dótt­ur, Vöku Blön­dal.

Rithöfundasamband Íslands vottar aðstandendum Eiríks samúð.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email