Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Rithöfundurinn Sigurður Pálsson hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2016. Þá var Ævari Þór Benediktssyni, eða Ævari vísindamanni, einnig veitt sérstök viðurkenning í tilefni dagsins. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir meðal annars að óhætt sé „að fullyrða að fáir Íslendingar […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Guðrún Guðlaugsdóttir, Páll Kristinn Pálsson og Sigurjón Magnússon.
Guðrún Guðlaugsdóttir, Páll Kristinn Pálsson og Sigurjón Magnússon lesa upp og spjalla um nýútkomnar skáldsögur sínar í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík fimmtudagskvöldið 17. nóvember nk. kl. 20.00. Dauðinn í opna salnum er þriðja bókin í sakamálabálki Guðrúnar Guðlaugsdóttur um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur, þroskaðrar konu á tímamótum í lífi sínu. Áður hafa komið út […]
Áminning
Áríðandi áminning til félagsmanna RSÍ: Kæru félagar! Nú er hafin árleg upplestrarhrina. Standið fast á því að taka gjald fyrir upplesturinn og vísið endilega í Höfundamiðstöð RSÍ, taxtar. Þar eru sanngjarnir lágmarkstaxtar og nauðsynleg viðmið. Stöndum saman og fáum greitt fyrir verk okkar. Skrifstofa RSÍ.
Heiðursfélagi og fyrrverandi formaður Rithöfundasambands Íslands er fallinn frá
Ingibjörg Haraldsdóttir skáld og þýðandi er látin eftir erfið veikindi, 74 ára að aldri. Stjórn og framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins þakka Ingibjörgu samfylgdina og dýrmætt samstarf. Rithöfundasamband Íslands sendir fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur. Ingibjörg Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1942 og ólst þar upp. Hún lauk prófi í kvikmyndastjórn frá Kvikmyndaskóla ríkisins í Moskvu 1969, starfaði sem […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Aðalsteinn Ásberg, Gyrðir Elíasson og Magnús Sigurðsson
Aðalsteinn Ásberg, Gyrðir Elíasson og Magnús Sigurðsson bera saman nýútkomnar ljóðabækur sínar, lesa upp og láta gamminn geisa í Gunnarshúsi fimmtudagskvöldið 10. nóvember nk. kl. 20.00. Bækur þeirra SUMARTUNGL, SÍÐASTA VEGABRÉFIÐ og VERÖLD HLÝ OG GÓÐ eru allar nýkomnar út hjá Dimmu útgáfu. SUMARTUNGL er 10. ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á […]
Arnar Már Arngrímsson hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016
Arnar Már Arngrímsson tók við barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs 2016 fyrir bókina Sölvasaga unglings á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 1. nóvember. Rithöfundasamband Íslands óskar Arnari Má innilega til hamingju með verðlaunin! Rökstuðningur dómnefndar Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi — Emil Hjörvar Petersen og Sverrir Norland
Á höfundakvöldi í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:00, munu rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen og Sverrir Norland spyrja hvor annan spjörunum úr. Báðir sendu þeir nýlega frá sér skáldsögu – Emil Víghóla (Veröld) og Sverrir Fyrir allra augum (Forlagið) – og verða umræðurnar því helgaðar nýju verkunum. Áhorfendur fá innsýn í ritstörf beggja, hugmyndirnar sem liggja […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Álfrún Gunnlaugsdóttir
Höfundakvöld í Gunnarshúsi fimmtudaginn 27. október kl. 20.00 er helgað Álfrúnu Gunnlaugsdóttur sem í haust sendir frá sér nýja skáldsögu: Fórnarleikar. Skáldsaga frá Álfrúnu sætir alltaf miklum tíðindum. Álfrún hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð íslenskra rithöfunda. Fyrsta skáldverk hennar, smásagnasafnið Af manna völdum, kom út 1982 og sló strax sérstakan tón. Síðan […]
Ljóðstafur Jóns úr Vör
Óskað eftir ljóðum í ljóðasamkeppni Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir í sextánda sinn til árlegu ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Skilafrestur í keppnina er til og með 12. desember og skal ljóðum skilað með dulnefni. Hverju ljóði skal fylgja umslag merkt með dulnefninu sem inniheldur upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer skáldsins. Einungis […]
Höfundakvöld í Gunnarshúsi helgað Látra-Björgu í samtímanum
Höfundakvöld í Gunnarshúsi fimmtudaginn 20. október verður helgað Látra-Björgu (1716-1784) og sterkri innkomu hennar hennar á 300 ára afmæli sínu sem er í ár. Umsjónarmaður höfundakvöldsins er Halldóra Thoroddsen, ljóðskáld, smáprósa- og skáldsagnahöfundur. Höfundar og kvæðamenn: Valgarður Egilsson, sem árið 2014 sendi frá sér bókina Steinaldarveislan þar sem Látra-Björg og hennar heimaslóðir koma við sögu. Valgarður […]