Hollenska glæpasagan Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw hlaut Ísnálina 2016

Á glæpasagnahátiðinni Iceland Noir voru veitt verðlaun fyrir bestu þýddu glæpasöguna á Íslandi árið 2016, Ísnálin, og hlaut hollenska glæpasagan Konan í myrkrinu eftir Marion Pauw í þýðingu Rögnu Sigurðardóttur verðlaunin. Þær bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna, auk Konunnar í myrkrinu, voru Hin myrku djúp eftir Ann Cleeves í þýðingu Þórdísar Bachmann, Kólibrímorðin eftir Kati Hiekkapelto í þýðingu Sigurðar Karlssonar, Meira blóð eftir Jo […]

Höfundar í Gunnarshúsi – Auður Ava Ólafsdóttir ,Kristín Ómarsdóttir, Sigurbjörg Þrastardóttir

Kristín Ómarsdóttir rithöfundur tekur á móti tveimur taugatrekktum höfundum jólabókaflóðsins, Auði Övu Ólafsdóttur og Sigurbjörgu Þrastardóttur, og segir þeim að þetta verði allt í lagi. Auður og Sigurbjörg lesa úr bókunum Ör og Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur. Þess á milli mun Kristín spyrja þær spurninga sem einungis dýralæknar kunna rétt svör við. Sjálf mun […]

Bókamessa í Bókmenntaborg

Félag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa fyrir Bókamessu í Bókmenntaborg í sjötta sinn helgina 19. og 20. nóvember. Messan hefur nú fært sig um set og verður haldin í Hörpu í fyrsta sinn. Sýningarsvæðið verður í Flóa á fyrstu hæð hússins og fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna verður á sýningarsvæðinu og í […]

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar

Rithöfundurinn Sigurður Pálsson hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2016. Þá var Ævari Þór Benediktssyni, eða Ævari vísindamanni, einnig veitt sérstök viðurkenning í tilefni dagsins. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir meðal annars að óhætt sé „að fullyrða að fáir Íslendingar […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Guðrún Guðlaugsdóttir, Páll Kristinn Pálsson og Sigurjón Magnússon.

Guðrún Guðlaugsdóttir, Páll Kristinn Pálsson og Sigurjón Magnússon lesa upp og spjalla um nýútkomnar skáldsögur sínar í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík fimmtudagskvöldið 17. nóvember nk. kl. 20.00. Dauðinn í opna salnum er þriðja bókin í sakamálabálki Guðrúnar Guðlaugsdóttur um blaðamanninn Ölmu Jónsdóttur, þroskaðrar konu á tímamótum í lífi sínu. Áður hafa komið út […]

Áminning

Áríðandi áminning til félagsmanna RSÍ: Kæru félagar! Nú er hafin árleg upplestrarhrina. Standið fast á því að taka gjald fyrir upplesturinn og vísið endilega í Höfundamiðstöð RSÍ, taxtar. Þar eru sanngjarnir lágmarkstaxtar og nauðsynleg viðmið. Stöndum saman og fáum greitt fyrir verk okkar. Skrifstofa RSÍ.

Heiðursfélagi og fyrrverandi formaður Rithöfundasambands Íslands er fallinn frá

Ingibjörg Haraldsdóttir skáld og þýðandi er látin eftir erfið veikindi, 74 ára að aldri. Stjórn og framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins þakka Ingibjörgu samfylgdina og dýrmætt samstarf. Rithöfundasamband Íslands sendir fjölskyldu hennar hugheilar samúðarkveðjur. Ingibjörg Haraldsdóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1942 og ólst þar upp. Hún lauk prófi í kvikmyndastjórn frá Kvikmyndaskóla ríkisins í Moskvu 1969, starfaði sem […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Aðalsteinn Ásberg, Gyrðir Elíasson og Magnús Sigurðsson

Aðalsteinn Ásberg, Gyrðir Elíasson og Magnús Sigurðsson bera saman nýútkomnar ljóðabækur sínar, lesa upp og láta gamminn geisa í Gunnarshúsi fimmtudagskvöldið 10. nóvember nk. kl. 20.00. Bækur þeirra SUMARTUNGL, SÍÐASTA VEGABRÉFIÐ og VERÖLD HLÝ OG GÓÐ eru allar nýkomnar út hjá Dimmu útgáfu. SUMARTUNGL er 10. ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á […]

Arnar Már Arngrímsson hlýtur Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016

Arnar Már Arngrímsson tók við barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs 2016 fyrir bókina Sölvasaga unglings á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn 1. nóvember. Rithöfundasamband Íslands óskar Arnari Má innilega til hamingju með verðlaunin! Rökstuðningur dómnefndar Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi […]

Höfundakvöld í Gunnarshúsi — Emil Hjörvar Petersen og Sverrir Norland

Á höfundakvöldi í Gunnarshúsi, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:00, munu rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen og Sverrir Norland spyrja hvor annan spjörunum úr. Báðir sendu þeir nýlega frá sér skáldsögu – Emil Víghóla (Veröld) og Sverrir Fyrir allra augum (Forlagið) – og verða umræðurnar því helgaðar nýju verkunum. Áhorfendur fá innsýn í ritstörf beggja, hugmyndirnar sem liggja […]