Search
Close this search box.

Bókamessa í Bókmenntaborg

bokamessaFélag íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa fyrir Bókamessu í Bókmenntaborg í sjötta sinn helgina 19. og 20. nóvember. Messan hefur nú fært sig um set og verður haldin í Hörpu í fyrsta sinn. Sýningarsvæðið verður í Flóa á fyrstu hæð hússins og fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna verður á sýningarsvæðinu og í sölum sem að því liggja. Flói er norðvestan megin í húsinu, fyrir innan veitingahúsið Smurstöðina.

Bókamessan er opin frá kl. 11 – 17 báða dagana. Þar geta gestir kynnt sér blómlega útgáfu ársins, hitt höfunda og útgefendur og notið fjölbreyttrar og lifandi dagskrár. Sérstakt krakkahorn verður á svæðinu þar sem boðið verður upp á smiðjur og föndur. Börnin geta einnig tekið þátt í ratleik með Snuðru og Tuðru, hitt Vísinda-Villa og Stjörnu-Sævar eða litið í nýjar bækur í bókahorninu.

Sjá heildardagskrá á vef Bókmenntaborgarinnar – bokmenntaborgin.is

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email