Search
Close this search box.

Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Aðalsteinn Ásberg, Gyrðir Elíasson og Magnús Sigurðsson

3skalda

Aðalsteinn Ásberg, Gyrðir Elíasson og Magnús Sigurðsson bera saman nýútkomnar ljóðabækur sínar, lesa upp og láta gamminn geisa í Gunnarshúsi fimmtudagskvöldið 10. nóvember nk. kl. 20.00. Bækur þeirra SUMARTUNGL, SÍÐASTA VEGABRÉFIÐ og VERÖLD HLÝ OG GÓÐ eru allar nýkomnar út hjá Dimmu útgáfu.

SUMARTUNGL er 10. ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á gjöful mið orða og athafna, þar sem jafnvægis er leitað milli hamingju og harms, ástar og trega. Áður hefur hann sent frá sér margs konar verk, m.a. ljóð, söngljóð, sálma og fjölda ljóðaþýðinga á nær 40 ára ferli.

Gyrðir Elíasson hefur í aldarþriðjung fengist við flestar greinar skáldskapar og verk hans hlotið verðlaun og viðurkenningar, auk þess að vera þýdd og gefin út víða um heim. SÍÐASTA VEGABRÉFIÐ er 15. frumsamda ljóðabók Gyrðis, en úrval ljóða úr fyrri bókum hans kom út haustið 2015.

Magnús Sigurðsson er eitt af fremstu ljóðskáldum sinnar kynslóðar og hefur hlotið afbragðsdóma og verðlaun fyrir verk sín. VERÖLD HLÝ OG GÓÐ er fimmta frumsamda ljóðabók hans, blanda af ljóðum og stuttum prósum um manninn í náttúrunni og náttúruna í manninum, þar sem kallast á kímni og alvara.

Dagskráin hefst kl. 20.00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email