Opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Styrkirnir eru veittir til ritstarfa og áhersla er lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru langt komin. Sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Til úthlutunar eru 3.500.000 kr. Veittir verða allt að tíu styrkir. Umsóknarfrestur t.o.m. 25. maí 2017.

Ársskýrsla formanns á aðalfundi 27. apríl.

Kæru félagar, Það er skarð fyrir skildi, því átta félagsmenn létust á liðnu starfsári. Það voru þau: Sigríður Eyþórsdóttir, Ólöf Eldjárn, Ingibjörg Haraldsdóttir, Stefán Sigurkarlsson, Vigfús Geirdal, Þorvarður Helgason, Þórhallur Þórhallsson og Sigurður A. Magnússon Við minnumst þessa góða fólks með þögn. Í þessum hópi eru tveir fyrrum formenn og heiðursfélagar, þau Sigurður og Ingibjörg, […]

Umsögn RSÍ vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun 2018 – 2022

Rithöfundasamband Íslands lýsir áhyggjum af umhverfi og smæð Bókasafnssjóðs höfunda, en úr honum greiðast afnotagjöld fyrir ritverk til almenningsútlána. 1) Bókasafnssjóður höfunda hefur aldrei náð þeirri stærð sem honum var ætlað, en hann er afar mikilvægur, sérlega fyrir barnabókahöfunda. 2) RSÍ hvetur stjórnvöld til að styrkja innkaup til almennings- og skólabókasafna í landinu. Um leið […]

Ályktun aðalfundar RSÍ

Aðalfundur RSÍ 27. apríl 2017 lýsir áhyggjum af þeirri misnotkun sem vísbendingar eru um að sé á útlánum hljóðbóka hjá Hljóðbókasafni – áður Blindrabókasafni. Hljóðbókasafnið á einungis að þjóna þeim sem eru prentleturshamlaðir, ekki öðrum. Tillaga frá Eyrúnu Ingadóttur og Einari Kárasyni að ályktun frá RSÍ. Ályktun samþykkt á aðalfundi 27. apríl 2017.

Stjórnarkjör

Á aðalfundi Rithöfundasambandsins í gærkvöldi var stjórnarkjör. Laus voru embætti tveggja meðstjórnenda og eins varamanns. Í framboði til meðstjórnanda voru Margrét Tryggvadóttir, Óskar Magnússon og Vilhelm Anton Jónsson. Í framboði til varamanns voru Halla Gunnarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir. 169 atkvæð bárust og féllu svo, til meðstjórnanda; Margrét Tryggvadóttir 140 atkvæði, Óskar Magnússon 53 atkvæði, […]

Maístjarnan – ný ljóðabókaverðlaun

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega 18. maí, á degi ljóðsins. Það er Rithöfundasambandinu og Landsbókasafninu sönn ánægja að ýta Maístjörnunni úr vör. Verðlaunin eru einu verðlaun á Íslandi sem eingöngu eru veitt fyrir útgefna íslenska ljóðabók og eru löngu tímabær viðurkenning […]

Maístjarnan – ný ljóðabókaverðlaun – tilnefningar

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndir eru: Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð […]

Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun ESB í ár fyrir Tvöfalt gler

Rithöfundurinn Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler (2016). Í bókinni leitar Halldóra á nýjar slóðir bæði í efnistökum og stíl, og veitir meðal annars innsýn í viðfangsefni sem sjaldan er fjallað um í íslenskum bókmenntum, ástarlíf eldra fólks. Bókin veltir upp áhugaverðri spurningum sem sjaldan er orðuð: Hvenær […]

Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna 2017 voru afhend í gær, sumardaginn fyrsta. Bækurnar Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason og Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar báru sigur ú býtum.