Search
Close this search box.

Ályktun aðalfundar RSÍ

Aðalfundur RSÍ 27. apríl 2017 lýsir áhyggjum af þeirri misnotkun sem vísbendingar eru um að sé á útlánum hljóðbóka hjá Hljóðbókasafni – áður Blindrabókasafni. Hljóðbókasafnið á einungis að þjóna þeim sem eru prentleturshamlaðir, ekki öðrum. Tillaga frá Eyrúnu Ingadóttur og Einari Kárasyni að ályktun frá RSÍ. Ályktun samþykkt á aðalfundi 27. apríl 2017.

Stjórnarkjör

Á aðalfundi Rithöfundasambandsins í gærkvöldi var stjórnarkjör. Laus voru embætti tveggja meðstjórnenda og eins varamanns. Í framboði til meðstjórnanda voru Margrét Tryggvadóttir, Óskar Magnússon og Vilhelm Anton Jónsson. Í framboði til varamanns voru Halla Gunnarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir. 169 atkvæð bárust og féllu svo, til meðstjórnanda; Margrét Tryggvadóttir 140 atkvæði, Óskar Magnússon 53 atkvæði, […]

Maístjarnan – ný ljóðabókaverðlaun

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega 18. maí, á degi ljóðsins. Það er Rithöfundasambandinu og Landsbókasafninu sönn ánægja að ýta Maístjörnunni úr vör. Verðlaunin eru einu verðlaun á Íslandi sem eingöngu eru veitt fyrir útgefna íslenska ljóðabók og eru löngu tímabær viðurkenning […]

Maístjarnan – ný ljóðabókaverðlaun – tilnefningar

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndir eru: Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð […]

Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun ESB í ár fyrir Tvöfalt gler

Rithöfundurinn Halldóra K. Thoroddsen hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins í ár fyrir skáldsögu sína Tvöfalt gler (2016). Í bókinni leitar Halldóra á nýjar slóðir bæði í efnistökum og stíl, og veitir meðal annars innsýn í viðfangsefni sem sjaldan er fjallað um í íslenskum bókmenntum, ástarlíf eldra fólks. Bókin veltir upp áhugaverðri spurningum sem sjaldan er orðuð: Hvenær […]

Bókaverðlaun barnanna

Bókaverðlaun barnanna 2017 voru afhend í gær, sumardaginn fyrsta. Bækurnar Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason og Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar báru sigur ú býtum.

Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Handhafar barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2017; Linda Ólafsdóttir, Halla Sverrisdóttir og Ragnheiður Eyjólfsdóttir ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017 voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða síðasta vetrardag.. Í flokki frumsaminna barnabóka komu verðlaunin í hlut Ragnheiðar Eyjólfsdóttur fyrir Skuggasögu – Undirheima, en hún er seinni hluti Skuggasögu – Arftakinn sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin á […]

Tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017

Tólf verk eru tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Frá Íslandi eru Kristín Ragna Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir Úlfur og Edda: Dýrgripurinn (2016) og Hafsteinn Hafsteinsson fyrir Enginn sá hundinn (2016). Verðlaunin verða afhent þann 1. nóvember 2017 í Helsinki. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu norden.org.

Kosningar til stjórnar RSÍ 2017

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 19.30. Framboðsfrestur til stjórnar rann út 23. mars s.l. Kosnir verða tveir meðstjórnendur og einn varamaður. Kosningarnar munu nú í fyrsta sinn fara fram rafrænt. Kjörfundur hefst 12. apríl og lýkur á miðnætti 26. apríl. Allir skuldlausir félagsmenn (einnig heiðursfélagar og […]