Search
Close this search box.

Stjórnarkjör

Á aðalfundi Rithöfundasambandsins í gærkvöldi var stjórnarkjör.

Laus voru embætti tveggja meðstjórnenda og eins varamanns. Í framboði til meðstjórnanda voru Margrét Tryggvadóttir, Óskar Magnússon og Vilhelm Anton Jónsson. Í framboði til varamanns voru Halla Gunnarsdóttir og Sigurlín Bjarney Gísladóttir.

169 atkvæð bárust og féllu svo, til meðstjórnanda; Margrét Tryggvadóttir 140 atkvæði, Óskar Magnússon 53 atkvæði, Vilhelm Anton Jónsson 114 atkvæði. Til varamanns; Halla Gunnarsdóttir 66 atkvæði, Sigurlín Bjarney Gísladóttir 100 atkvæði.

Rétt kjörnir stjórnarmenn 2017 – 2019 eru því, meðstjórnendurnir Margrét Tryggvadóttir og Vilhelm Anton Jónsson og varamaðurinn Sigurlín Bjarney Gísladóttir. Auk þeirra sitja áfram í stjórn Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður, Vilborg Davíðsdóttir varaformaður, Hallgrímur Helgason meðstjórnandi og Bjarni Bjarnason varamaður

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email