Search
Close this search box.

Maístjarnan – ný ljóðabókaverðlaun – tilnefningar

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndir eru:

  • Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld
  • Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð og prósar, Reykjavík: Dimma
  • Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd, Reykjavík: JPV
  • Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí, Reykjavík: Mál og menning
  • Þórdís Gísladóttir fyrir Óvissustig, Reykjavík: Benedikt

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Ljósmynd: Ólafur J. Engilbertsson
Ljósmynd: Ólafur J. Engilbertsson

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2016 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Ármann Jakobsson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Áslaug Agnarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins. Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu.  Frumkvæði að stofnun Maístjörnunnar átti Kári Tulinius, skáld og rithöfundur. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Rithöfundasambandið tóku tillögu hans fagnandi og við tilnefningarathöfn var undirritaður samningur um verðlaunin.

 

Verðlaunin8stjarna9 verða veitt í fyrsta sinn við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni 18. maí, á degi
ljóðsins. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur.

 

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email