Search
Close this search box.

Ísnálin: Hrafnamyrkur besta þýdda glæpasagan 2017

Ísnálina 2017 hljóta rithöfundurinn Ann Cleeves og þýðandinn Snjólaug Bragadóttir fyrir glæpasöguna Hrafnamyrkur (Raven Black). Hrafnamyrkur er fyrsta bókin í syrpu sem gerist á Hjaltlandseyjum og það var mat dómnefndar að í bókinni færi saman mjög spennandi og vel uppbyggð glæpasaga frá einum fremsta glæpasagnahöfundi Bretlands og afburðagóð íslensk þýðing frá afar reyndum þýðanda. Snjólaug […]

Úthlutanir úr IHM-sjóði

Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð gjalda auglýsir RSÍ hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr svonefndum IHM-sjóði Rithöfundasambandsins. Rétt til úthlutunar úr myndbanda- og geisladiskageira eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur, handritshöfundar og aðrir höfundar og þýðendur leikins efnis og annarra skáldverka, sem flutt (frumflutningur og endurflutningur) hafa verið í sjónvarpi ári 2013, […]

Tíu framúrskarandi rit tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis

Til­kynnt var 1. febrúar sl. hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir árið 2017. Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings. Viður­kenn­ing Hagþenk­is 2017 verður síðan veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni um mánaðamót fe­brú­ar og mars og […]

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda. Í umsögn dómnefndar um bókina segir að hún sé litríkt og fallegt verk sem taki á viðfangsefni sem snertir okkur inn […]

Heiðursfélagi Rithöfundasambandsins fallinn frá

Þorsteinn frá Hamri skáld og rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri.  Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þorsteinn var heiðursfélagi Rithöfundasambandsins og sat í stjórn þess á árunum 1984 til 1988. Áður hafði hann setið í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968 Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2018

Sindri Freysson fékk afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli á Ljóðahátíð Kópavogs 21. janúar. Kínversk stúlka les uppi á jökli Í þessu landi leynast engir brautarpallar með þokuskuggum að bíða tvífara sinna Engar mystískar næturlestir sniglast gegnum myrkrið á hraða draumsins Engir stálteinar syngja fjarskanum saknaðaróð   Í […]

Fjöruverðlaunin 2018

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2018. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur Í flokki barna- og unglingabókmennta: Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur Þetta í tólfta sinn […]

Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum […]

Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun. 12 mánuðir Auður Jónsdóttir Auður Ólafsdóttir Bragi Ólafsson Eiríkur Örn Norðdahl Gerður Kristný Guðjónsdóttir Gyrðir Elíasson Hallgrímur Helgason Jón Kalman Stefánsson Kristín Eiríksdóttir Kristín […]

Heiðurslaun listamanna

Guðrún Helgadóttir rithöfundur og heiðursfélagi Rithöfundasambandsins var ein þeirra fjögurra sem bættust við á lista yfir þau sem fá heiðurslaun listamanna. Þar með fá 25 einstaklingar heiðurslaun en ekki er heimilt að þeir séu fleiri. Atli Heim­ir Sveins­son Erró Guðberg­ur Bergs­son Guðrún Ásmunds­dótt­ir Guðrún Helgadóttir Gunnar Þórðarson Hann­es Pét­urs­son Hreinn Friðfinns­son Jó­hann Hjálm­ars­son Jón Nor­dal […]