Jæja frá formanni …

Jæja, kæru félagar. Eitt og annað er títt úr Gunnarshúsi að venju. Öllu miðar áfram, sumu hratt og örugglega, öðru hægt og bítandi. Við sem drögum vagn um stundarsakir reynum að sleppa aldrei takinu, halda þétt við og leita nýrra leiða. Fyrst ber að telja fund stjórnar og starfsliðs RSÍ með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, […]

Þorsteinn frá Hamri minning

Í dag fylgjum við heiðursmanni og þjóðskáldi, Þorsteini frá Hamri, til grafar. Eftirfarandi eru kveðjuorð frá Rithöfundasambandi Íslands sem birtust í Morgunblaðinu í morgun: Andrá Að vísu Að vísu er stundin hverful og stutt en gefum dýpt hennar gaum sem alkyrrð vatni og auga (Þorsteinn frá Hamri) Heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands kveður. Þorsteinn frá Hamri hverfur […]

Ísnálin: Hrafnamyrkur besta þýdda glæpasagan 2017

Ísnálina 2017 hljóta rithöfundurinn Ann Cleeves og þýðandinn Snjólaug Bragadóttir fyrir glæpasöguna Hrafnamyrkur (Raven Black). Hrafnamyrkur er fyrsta bókin í syrpu sem gerist á Hjaltlandseyjum og það var mat dómnefndar að í bókinni færi saman mjög spennandi og vel uppbyggð glæpasaga frá einum fremsta glæpasagnahöfundi Bretlands og afburðagóð íslensk þýðing frá afar reyndum þýðanda. Snjólaug […]

Úthlutanir úr IHM-sjóði

Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð gjalda auglýsir RSÍ hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr svonefndum IHM-sjóði Rithöfundasambandsins. Rétt til úthlutunar úr myndbanda- og geisladiskageira eiga rithöfundar, leikskáld, þýðendur, handritshöfundar og aðrir höfundar og þýðendur leikins efnis og annarra skáldverka, sem flutt (frumflutningur og endurflutningur) hafa verið í sjónvarpi ári 2013, […]

Tíu framúrskarandi rit tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis

Til­kynnt var 1. febrúar sl. hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir árið 2017. Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings. Viður­kenn­ing Hagþenk­is 2017 verður síðan veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni um mánaðamót fe­brú­ar og mars og […]

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda. Í umsögn dómnefndar um bókina segir að hún sé litríkt og fallegt verk sem taki á viðfangsefni sem snertir okkur inn […]

Heiðursfélagi Rithöfundasambandsins fallinn frá

Þorsteinn frá Hamri skáld og rithöfundur er látinn, 79 ára að aldri.  Hann lést að heimili sínu í Reykjavík að morgni sunnudagsins 28. janúar. Þorsteinn var heiðursfélagi Rithöfundasambandsins og sat í stjórn þess á árunum 1984 til 1988. Áður hafði hann setið í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1966 til 1968 Þorsteinn fæddist 15. mars 1938 að Hamri […]

Ljóðstafur Jóns úr Vör 2018

Sindri Freysson fékk afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli á Ljóðahátíð Kópavogs 21. janúar. Kínversk stúlka les uppi á jökli Í þessu landi leynast engir brautarpallar með þokuskuggum að bíða tvífara sinna Engar mystískar næturlestir sniglast gegnum myrkrið á hraða draumsins Engir stálteinar syngja fjarskanum saknaðaróð   Í […]

Fjöruverðlaunin 2018

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2018. Verðlaunin hlutu: Í flokki fagurbókmennta: Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur Í flokki barna- og unglingabókmennta: Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur Þetta í tólfta sinn […]