Search
Close this search box.

Tíu framúrskarandi rit tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis

Hagthenkir2018Til­kynnt var 1. febrúar sl. hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir árið 2017. Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings.

Viður­kenn­ing Hagþenk­is 2017 verður síðan veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni um mánaðamót fe­brú­ar og mars og felst í sér­stöku viður­kenn­ing­ar­skjali og 1.250.000 kr. Á Degi bók­ar­inn­ar þann 23. apríl standa Hagþenk­ir og Borg­ar­bóka­safnið að fyr­ir kynn­ingu á til­nefnd­um bók­um í sam­starfi við höf­unda þeirra.

Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is er skipað fimm fé­lag­mönn­um til tveggja ára i senn og í því eru: Auður Styr­kárs­dótt­ir, Guðný Hall­gríms­dótt­ir, Henry Al­ex­and­er Henrys­son, Helgi Björns­son og Sól­rún Harðardótt­ir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings. Árið 2006 var tek­in upp sú nýbreytni að til­nefna tíu höf­unda og bæk­ur er til greina kæmu.

Eft­ir­far­andi höf­und­ar og bæk­ur eru til­nefnd í staf­rófs­röð höf­unda:

Aðal­heiður Jó­hanns­dótt­ir. Inn­gang­ur að skipu­lags­rétti – lag­arammi og réttar­fram­kvæmd. Há­skóla­út­gáf­an. „Heild­stætt rit um flók­inn heim skipu­lags­rétt­ar. Hand­bók sem gagn­ast bæði lærðum og leik­um,“ seg­ir í um­sögn ráðsins.
Ásdís Jó­els­dótt­ir. Íslenska lopa­peys­an – upp­runi, saga og hönn­un. Há­skóla­út­gáf­an. „Margþætt rann­sókn í tex­tíl­fræði sem lýs­ir sam­spili hand­verks, hönn­un­ar og sögu prjónaiðnaðar í fal­legri út­gáfu.“
Eg­ill Ólafs­son og Heiðar Lind Hans­son. Saga Borg­ar­ness I og II. – Byggðin við Brákarpoll og Bær­inn við brúna. Borg­ar­byggð og Opna. „Áhuga­verð saga sem á sér skýr­an sam­hljóm í þróun Íslands­byggðar al­mennt, studd ríku­legu og fjöl­breyttu mynd­efni.“

Hjálm­ar Sveins­son og Hrund Skarp­héðins­dótt­ir. Borg­in – heim­kynni okk­ar. Mál og menn­ing.  „Fróðleg hug­vekja og fram­lag til þjóðfé­lagsum­ræðu um skipu­lag, lífs­hætti og um­hverf­is­mál í borg­ar­sam­fé­lagi.“

Stefán Arn­órs­son. Jarðhiti og jarðarauðlind­ir. Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag. „Ein­stak­lega ít­ar­legt rit um auðlind­ir í jörðu og brýn áminn­ing um að huga að sjálf­bærni við nýt­ingu nátt­úru­auðæfa.“

Stefán Ólafs­son og Arn­ald­ur Sölvi Kristjáns­son. Ójöfnuður á Íslandi – skipt­ing tekna og eigna í fjölþjóðlegu sam­hengi. Há­skóla­út­gáf­an. „Skýr og aðgengi­leg grein­ing á þróun eigna og tekna á Íslandi og mis­skipt­ingu auðs í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.“

Stein­unn Kristjáns­dótt­ir. Leit­in að klaustr­un­um – klaust­ur­hald á Íslandi í fimm ald­ir. Sögu­fé­lag og Þjóðminja­safn Íslands. „Um­fangs­mik­il og vel út­færð rann­sókn sem varp­ar nýju ljósi á sögu klaust­ur­halds á Íslandi. Frá­sagn­ar­stíll höf­und­ar gef­ur verk­inu aukið gildi.“

Unn­ur Jök­uls­dótt­ir. Und­ur Mý­vatns – um fugla, flug­ur, fiska og fólk. Mál og menn­ing. „Óvenju hríf­andi frá­sagn­ir af rann­sókn­um við Mý­vatn og sam­bandi manns og nátt­úru.“

Úlfar Braga­son. Frelsi, menn­ing, fram­för – um bréf og grein­ar Jóns Hall­dórs­son­ar. Há­skóla­út­gáf­an. „Næm lýs­ing á sjálfs­mynd, vænt­ing­um og viðhorf­um vest­urfara við aðlög­un þeirra að sam­fé­lagi og menn­ingu Norður-Am­er­íku.“

Vil­helm Vil­helms­son. Sjálf­stætt fólk – vist­ar­band og ís­lenskt sam­fé­lag á 19. öld. Sögu­fé­lag. „Aðgengi­legt og vel skrifað rit sem sýn­ir hvernig vinnu­fólk fyrri tíma gat haft áhrif á bága stöðu sína með hvers­dags­legu and­ófi og óhlýðni.“

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email