Brynjólfur Þorsteinsson handhafi Ljóðstafs Jóns úr Vör
Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins þann 21. janúar. Alls bárust 302 ljóð í keppnina en jafnframt voru úrslit í Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs kunngjörð en 170 ljóð bárust frá grunnskólabörnum. Handhafi Ljóðstafsins árið 2019 er Brynjólfur Þorsteinsson sem fæddur er 1990 en um ljóð […]
SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR – BÆJARLISTAMAÐUR SELTJARNARNESS 2019
Sólveig Pálsdóttir rithöfundur var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness föstudaginn 18. Janúar. Þetta er í 23ja sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem að rithöfundur hlýtur þennan heiður. Menningarnefnd Seltjarnarness sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Guðrún Jónsdóttir formaður menningarnefndar Sólveigu viðurkenningingarskjal ásamt starfsstyrk […]
Fjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlaun kvenna – voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag, miðvikudaginn 16. janúar. Verðlaun voru, sem fyrr, veitt í þremur flokkum. Smásagnasafn Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Ástin, Texas, fékk verðlaun í flokki fagurbókmennta. Í rökstuðningi dómnefndar segir að bók Guðrúnar Evu geymi fimm smásögur sem láti ekki mikið yfir sér. „Þær eru lágstemmdar […]
Úthlutanir úr Ljósvakasjóði – skráning og umsóknir vegna 2017
Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá Innheimtumiðstöð rétthafa – IHM auglýsir Rithöfundasamband Íslands hér með eftir umsóknum um fjárframlög úr Ljósvakasjóði. Rétt til úthlutunar eiga handritshöfundar, leikskáld, rithöfundar, þýðendur og aðrir höfundar og þýðendur leikins efnis og annarra skáldverka, sem flutt (frumflutningur og endurflutningur) hafa verið í hljóð- eða sjónvarpi árið 2017. Úthlutun […]
Úthlutun starfslauna til rithöfunda 2019
Launasjóður rithöfunda – 555 mánuðir 12 mánuðir Andri Snær Magnason Auður Jónsdóttir Bergsveinn Birgisson Eiríkur Örn Norðdahl Gerður Kristný Guðjónsdóttir Guðrún Eva Mínervudóttir Gyrðir Elíasson Jón Kalman Stefánsson Kristín Eiríksdóttir Oddný Eir Ævarsdóttir Ófeigur Sigurðarson SJÓN – Sigurjón B. Sigurðsson Steinar Bragi Guðmundsson Vilborg Davíðsdóttir 9 mánuðir Bjarni M. Bjarnason Bragi Ólafsson Dagur Hjartarson Einar […]
Nýskráningar vegna greiðslna vegna útlána á bókasöfnum 2019
Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum […]
Elísabet Jökulsdóttir hlýtur viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
Elísabet Kristín Jökulsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf þann 4. janúar. Þetta er í 63. sinn sem veitt er viðurkenning Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins og þetta eru því elstu verðlaun Íslands á sviði bókmennta. Í rökstuðningi úthlutunarnefndar segir meðal annars: „Eitt mikilvægasta framlag hennar til íslenskra bókmennta eru skrif hennar um kvenlíkamann, kynvitundina og skömmina. Hún […]
Íslensku barnabókaverðlaunin 2019 – handritasamkeppni.
Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn og unglinga til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2019. Handritið skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður að lengd, miðað við til dæmis grunnstillingu í Word. Skilafrestur er til og með 8. febrúar 2019. Handritið á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar […]
Valgarður Egilsson látinn
Valgarður Egilsson, yfirlæknir og rithöfundur er látinn 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Valgarður var fæddur 20. mars 1940 á Grenivík og ólst upp í Hléskógum í Höfðahverfi. Hann lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1968 og doktorsgráðu frá Lundúnaháskóla […]
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Tilkynnt var um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna í gær. Að þessu sinni fengu 6 bækur tilnefningar og fara þær hér á eftir, ásamt umsögn dómnefndar. Dómnefnd skipuðu Steinþór Steingrímsson, Brynja Cortes Andrésardóttir og Hildur Hákonardóttir. Afhending þýðingarverðlaunanna er fyrirhuguð í febrúar á komandi ári. Þetta er Alla, eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Dimma […]