Search
Close this search box.

Gestadvöl í Ljubljana

f0owb28s_400x400Ljubljana, sem hefur verið Bókmenntaborg UNESCO síðan 2015, býður nú upp á gestadvöl fyrir rithöfunda í fyrsta sinn. Tvisvar á ári er höfundi boðið að dvelja í einn mánuð í hinni nýuppgerðu Švicarija/Swisshouse menningarmiðstöð sem er hluti af alþjóðamiðstöð grafískra lista (International Centre of Graphic Arts).

Hvenær?
1. – 31. október 2019 eða 20. nóvember – 20. desember 2019.

Fyrir hverja?
Gestadvölin er ætluð erlendum útgefnum höfundum sem tengjast einhverri annarri Bókmenntaborg UNESCO en Ljubljana. Þessi tengsl þurfa að koma fram í umsókn. Þetta þýðir að viðkomandi þarf að búa eða hafa búið í einhverri hinna 27 Bókmenntaborga eða tengjast einhverri þeirra í gegnum verk sín. Lista yfir Bókmenntaborgir UNESCO má sjá hér

Umsækjandinn þarf að hafa gefið út a.m.k. eitt skáldverk (prósa, ljóð eða leikverk) á móðurmáli sínu. Engar hömlur eru varðandi aldur, kyn, kynþátt eða þjóðerni. Þótt tekið sé við umsóknum frá höfundum hvers kyns skáldverka að þessu sinni, kann að vera að eitthvert annað ár verði tiltekin bókmenntagrein í brennidepli.

Hvað er innifalið?
Gesturinn fær 1000 evrur í farareyrir (upplýsingar um hugsanlegan millifærslukostnað og annan kostnað koma fram í samningi). Gesturinn dvelur í fullbúinni séríbúð í Švicarija/Swisshouse (hluti af MGLC – alþjóðlegri miðstöð grafískra lista í Ljubljana) í samfélagi við aðra alþjóðlega gesti (hver og einn hefur sína íbúð með eldhúsaðstöðu). Kostnaður við almenningssamgöngur innan borgarinnar er einnig greiddur. Frír aðgangur að interneti. Gestirnir fá hjálp við að tengjast listalífinu í borginni eftir því sem við á og höfundurinn er kynntur á opnum viðburði. Einnig er veitt aðstoð við að komast í samband við þýðendur og/eða útgefendur ef við á og tækifæri gefast. Gesturinn getur átt von á að þurfa að taka þátt í fundum á meðan dvölinni stendur, svo sem með viðburðahöldurum, útgefendum eða öðrum. Gestir bera sjálfir ábyrgð á sjúkratryggingum, fæði og umhirðu íbúðar. Ekki er hægt að hýsa aðra gesti en höfundinn.

Hvers er vænst af höfundinum?
Þótt engar kröfur séu gerðar um innihald eða tegund verkefnis sem unnið er að á dvalartímanum eru höfundar beðnir að skrifa stuttan bókmenntatexta (sögu, essayu, ljóð) sem á einhvern hátt tengist kjarnahugtaki Švicarija/Swisshouse, sem er “samfélag, list og náttúra” (community, art and nature) og Bókmenntaborginni Ljubljana, sem þeir eru tilbúnir til að flytja (lesa upp) á viðburði í borginni. Textinn verður þýddur á slóvensku og birtur með einhverjum hætti (í bókmenntatímariti eða öðru riti, hvort sem er prentuðu eða rafrænu, dagblöðum o.s.frv.). Bókmenntaborgin Ljubljana gerir að öðru leyti ekki tilkall til neinna réttinda varðandi textann. Gesturinn er hvattur til að sýna áhuga á og taka þátt í bókmenntaviðburðum í borginni, eftir því hvað hentar hverjum og einum, en þess er í það minnsta vænst að hann komi fram á einum bókmenntaviðburði (og lesi fyrrnefndan texta). Ekki er greitt sérstaklega fyrir þetta nema um annað sé samið.

Staðsetning
Švicarija/Swisshouse er menningar-, mennta- og samfélagsmiðstöð í hjarta almenningsgarðs í miðborg Ljubljana. Þar er boðið upp á dagskrá fyrir almenning, vinnurými fyrir listamenn borgarinnar og gestadvöl fyrir alþjóðlega listamenn og sérfræðinga. Setrið er líka heimili víðtæks samfélagsverkefnis sem vinnur út frá þemanu “samfélag, list og náttúra”. Það er hluti af MGLC – alþjóðlegri miðstöð grafískra lista sem safnar og framleiðir prentefni og samtímalist, rekur gestaprógramm fyrir alþjóðlega listamenn og byggir á arfleifð prentlistar 20. aldarinnar. Tvíæringur grafískrar listar Ljubljana (Biennial of Graphic Arts) er elsti tvíæringu heims á sviði prentlistar en hann hefur verið haldinn frá árinu 1955.

Um gestgjafana
Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, var Höfuðborg bóka / World Book Capital 2010. Þegar borgin hlaut útnefningu sem Bókmenntaborg UNESCO 2015 varð hún hluti af neti Bókmenntaborga UNESCO um allan heim sem nú telur 28 borgir. Sem Bókmenntaborg skuldbindur borgin sig til að styðja við bókmenntir og lestur og taka þátt í verkefnum sem auka samvinnu á sviði ritlistar og útgáfu. Ljubljana er lifandi menningarborg og þar er fjöldi bókmenntaviðburða af alls kyns toga, frá grasrót og jaðarviðburðum til stórra alþjóðlegra hátíða. Gestadvölin veitir frið og ró til að skrifa en um leið tækifæri til að taka þátt í bókmenntalífi borgarinnar.

Umsókn og umsóknarfrestur
Umsókn sendist til damjan@ljubljanacityofliterature.com fyrir 31. mars 2019.
Fyrirspurnir sendist á sama netfang og eins er hægt að hringja í síma +386 41 541 306.
Hægt er að óska eftir sýnishorni af samningi.

Umsóknarform:
Name:
Address:
Nationality:
Date of birth:
Originating UNESCO City of Literature:
Relation to originating UNESCO City of Literature:
Books published (most recent; at least one; if translated, list languages):
Current interests and projects (up to 150 words):
What will you most likely focus on during the residency: manuscript/project/networking/other:
Preferred month (October/December/no preference):

Gestadvöl í Ljubljana er studd af Menningarsviði Ljubljanaborgar og MGLC – International Centre of Graphic Arts.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email