Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2023

Reykjavíkurborg auglýsir eftir óútgefnu handriti að ljóðabók vegna Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar sem verða veitt á síðari hluta árs 2023. Handritið skal vera frumsamið og á íslensku. Milljón króna verðlaun eru veitt fyrir valið handrit. Valnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða forlags höfundar. Sammælist valnefnd um að ekkert þeirra verka sem borist […]
Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008. Valið er úr innsendum handritum. Hægt […]
Ferðastyrkir úr Höfundasjóði

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]
Fjöruverðlaunin afhent

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Gerður Kristný hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabálkinn Urtu Í umsögn dómnefndar segir: Ljóðmælandi Urtu eftir Gerði Kristnýju er kona sem býr við nyrsta haf. Lífsbaráttan er hörð, vetur herja með hafís […]
Opið fyrir bókanir í Norðurbæ og Sléttaleiti í sumar

Opið er fyrir sumarbókanir í vinnuhús RSÍ, Sléttaleiti og Norðurbæ. Húsin eru í vikuleigu í tólf vikur yfir sumarið, frá föstudegi til föstudags, 2. júní–25. ágúst, og kostar vikan 15.000 kr. Bókað er á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ en þar má einnig finna dagatal með yfirliti yfir lausar vikur. Athugið að ekki er úthlutað skv. umsóknum heldur fá þeir sem fyrstir […]
Sólveig Pálsdóttir fer til La Rochelle

Rithöfundasamband Íslands, sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík ásamt Centre Intermonde de La Rochelle í Frakklandi skipuleggja nú í þriðja sinn rithöfundaskipti milli Reykjavíkur og La Rochelle. Fyrsta árið var tileinkað myndasöguhöfundum, annað árið barnabókahöfundum og í ár var spennusagnahöfundum boðið að sækja um. Franski spennusagnahöfundurinn Thomas Fecchio kom til Íslands í […]
Fulltrúar Íslands á Biskops Arnö 2023

Árlega velur Rithöfundasamband Íslands tvo íslenska höfunda til að fara á debutantanámskeið á Biskops Arnö í Svíþjóð. Á námskeiðinu hittast upprennandi rithöfundar frá öllum Norðurlöndunum í fimm daga til að hlusta á fyrirlestra, taka þátt í vinnustofum og síðast en ekki síst til að kynnast kollegum sínum á Norðurlöndunum. Sumarið 2023 verða fulltrúar Íslands annars […]
Rithöfundasamband Íslands fær bráðabirgðaaðild að BHM

Framkvæmdastjórn BHM veitti Rithöfundasambands Íslands (RSÍ) bráðabirgðaaðild að bandalaginu 30. janúar. Mat framkvæmdastjórnarinnar er að aðildarumsókn Rithöfundasambandsins uppfylli þau skilyrði fyrir aðild sem áskilin eru í lögum BHM. Til að fullgilda aðild þarf samþykki aðalfundar BHM sem haldin verður 25. maí næstkomandi. Þar fær RSÍ áheyrnarfulltrúa. Með bráðabirgðaaðild getur félagsfólk Rithöfundasambandsins innan skamms byrjað að […]
Rithöfundasamband Íslands
auglýsir starf verkefnastjóra

Rithöfundasamband Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra í hlutastarf. Helstu verkefni og ábyrgð Hæfniskröfur Frekari upplýsingar um starfið Starfshlutfall er 70 – 80%. Verkefnastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra. Starfsferilskrá og kynningarbréf (1 bls) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, skal senda á netfangið rsi@rsi.is merkt verkefnastjóri. Æskilegt að viðkomandi […]
Verðlaunahafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropinn voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 24. febrúar. Pedro Gunnlaugur Garcia hlaut bókmenntaverðlaunin í flokki skáldverka fyrir verk sitt Lungu. Útgefandi er Bjartur. „Lungu er breið fjölskyldusaga margra kynslóða úr ólíkum heimshornum, sem færist smám saman inn á okkar tímaskeið hér á landi en teygir sig líka til framtíðar […]