Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2023

Mikið var um dýrðir á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 5. desember 2022 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar: Í flokki barna- og unglingabókmennta: Kollhnís eftir Arndísi ÞórarinsdótturBronsharpan eftir Kristínu Björg Sigurvinsdóttur Héragerði. Ævintýri um súkkulaði og […]

Aðventa lesin í Gunnarshúsi

Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri 11. desember, þriðja sunnudag í aðventu.Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Sigríður Láretta Jónsdóttir, leikkona og meistaranemi í ritlist og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les Orri Huginn Ágústsson leikari. Lesturinn […]

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2022

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaun fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin, Blóðdropans, um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk. Félag íslenskra bókaútgefanda kostar verðlaunin. Tilnefningar í flokki skáldverka:  Tilnefningar í flokki barna- og ungmennabóka:  Tilnefningar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: Tilnefningar til […]

Dvalarsetur í La Rochelle 2023 fyrir spennusagnahöfund

Auglýst er eftir umsóknum spennusagnahöfunda um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í maí 2023. Umsóknir skulu vera á ensku. Lágmarksdvalartími er þrjár vikur. Innifalið í styrknum er dvöl, ferðastyrkur til og frá Íslandi og dagpeningar. Höfundur tekur þátt í einni vinnustofu og heldur eitt erindi meðan á dvölinni stendur. Gjaldgengar eru umsóknir frá öllum spennusagnahöfundum sem […]

Natasha S. hlýtur Bók­mennta­verðlaun Tóm­as­ar Guðmunds­son­ar 

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri veitti Bók­mennta­verðlaun Tóm­as­ar Guðmunds­son­ar mánu­dag­inn 17. októ­ber 2022 við hátíðlega at­höfn í Höfða. Natasha S. hlýt­ur verðlaun­in fyr­ir hand­ri að bókinni Mál­taka á stríðstím­um. Una út­gáfu­hús gef­ur út. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sagði við at­höfn­ina í Höfða að Natasha væri vel að verðlaun­un­um kom­in. „Það er ánægju­legt að ljóðskáld af er­lend­um […]

Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 24. október

Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11.gr. höfundalaga Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) tekur við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur þessar. Hagþenkir annast úthlutanir til rétthafa fræðslu- og heimildaefnis eftir eigin reglum. Réttur til greiðslu er bundinn því að viðkomandi verki hafi […]

Hvers er sæmdin? – málþing

Málþing um höfundarétt og siðferði í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, miðvikudaginn 5. október kl. 15:00 – 16:30 Lífleg umræða hefur skapast að undanförnu um höfundarétt, brot á honum og gráu svæðin sem höfunda­lög ná ekki yfir. Þegar rannsóknir, hugmyndir eða útfærsla þeirra verða kveikja eða innblástur að nýju verki, eða þegar verk verður til á grundvelli […]

Dvalarsetur í La Rochelle 2023 fyrir spennusagnahöfund

Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Centre Intermondes de la Rochelle og la Maison des écritures de la Rochelle í samstarfi við Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavik auglýsa eftir umsóknum um dvöl í dvalarsetrinu Centre Intermondes í einn mánuð í maí 2023. Umsóknir skulu vera á ensku. LESA MEIRA

Hrafn Jökulsson látinn

Hrafn Jökulsson

Hrafn Jökulsson ljóðskáld, rithöfundur og skákfrömuður er látinn, 57 ára að aldri. Hrafn fæddist árið 1965 og starfaði meðal annars sem blaðamaður og ritstjóri, gaf út ljóðabækur skrifaði skáldsögur og ævisögu. Hrafn var mikill skákmaður og stofnaði árið 1998 Skákfélagið Hrókinn sem stóð fyrir fjölda alþjóðlegra stórmóta hér á landi ásamt því af því að […]

Ragnar Arnalds látinn

Ragnar Arnalds

Ragn­ar Arn­alds, leikskáld, rithöfundur og fyrr­ver­andi ráðherra, er lát­inn. Ragn­ar fædd­ist í Reykja­vík 8. júlí 1938. Ragnr lauk stúd­ents­prófi frá MR árið 1958. Hann stundaði nám í bók­mennt­um og heim­speki við sænska há­skóla 1959-1961 og lauk lög­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands 1968. Framan af starfsævinni vann hann sem kennari og síðar sem stjórnmálamaður. Ragn­ar var þingmaður […]