Tilnefningar til Maístjörnunnar

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, verður veitt í sjöunda sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabóka útgefinna 2022 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi í dag. Tilnefndar bækur eru: Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi: Benedikt Sjófuglinn eftir Egil Ólafsson. Útgefandi: […]
Opið fyrir umsóknir um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ

Rithöfundasamband Íslands veitir starfsstyrki úr Höfundasjóði RSÍ. Auglýst er eftir umsóknum einu sinni á ári. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Rétt til að sækja um starfsstyrk úr Höfundasjóði RSÍ hafa starfandi rithöfundar óháð félagsaðild í RSÍ, þ.e. barnabókahöfundar, handritshöfundar, leikskáld, ljóðskáld, skáldsagna- og smásagnahöfundar, unglingabókahöfundar, þýðendur, ævisagnahöfundar og aðrir […]
Orðstír 2023

Forseti Íslands afhenti heiðursviðurkenninguna Orðstír í fimmta sinn á Bessastöðum 21. apríl sl. Þeir tveir þýðendur sem hljóta viðurkenninguna í ár eru Luciano Dutra og Jacek Godek. Orðstír, heiðursviðurkenning þýðenda íslenskra bókmennta á erlendar tungur, eru afhent annað hvert ár á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Heiðursviðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað […]
Arndís, Lóa Hlín og Baldvin hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu við hátíðlega athöfn í dag, síðasta vetrardag. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum, frumsamið efni, myndlýstar bækur og þýddar. Í flokki frumsamins efnis hlýtur Arndís Þórarinsdóttir verðlaun fyrir bókina Kollhnís í útgáfu Máls og menningar. „Af eftirtektarverðri næmni, mannskilningi og ritfærni fjallar Arndís Þórarinsdóttir í bók […]
Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst í dag

Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík fer fram 19.-23. apríl 2023. Hátíðin er einn líflegasti bókmenntaviðburður ársins og verður sett með hátíðlegri athöfn í Iðnó í dag! Á hátíðinni gefst einstakt tækifæri til að heyra sögur og frásagnir heimsþekktra rithöfunda sem hingað eru komnir til þess að taka þátt í þessari veislu lesenda, höfunda, útgefenda, þýðanda og […]
Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Tilkynnt var um tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2023 þann 12. apríl sl. Veitt eru verðlaun í þremur flokkum: fyrir frumsamdar og þýddar barnabækur sem og fyrir myndlýsingar. Fimmtán bækur eru tilnefndar. Jafnframt var veitt sérstök viðurkenning Bókmenntaborgarinnar til þeirra sem hafa unnið mikilvægt starf í þágu lestrarmenningar barna:Yrsa Þöll Gylfadóttir, Iðunn Arna og útgáfan Bókabeitan hlutu […]
Arndís Þórarinsdóttir og Rán Flygenring tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verkin sem tilnefnd eru í ár innihalda meðal annars tímalaus ævintýri, full af lífi, þar sem fjölbreytileikinn er ekki boðskapurinn í sjálfu sér heldur aðeins eitt atriði sem ljær frásögnunum trúverðugleika. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 31. október í Ósló. Tilnefndir […]
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2023

Reykjavíkurborg auglýsir eftir óútgefnu handriti að ljóðabók vegna Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar sem verða veitt á síðari hluta árs 2023. Handritið skal vera frumsamið og á íslensku. Milljón króna verðlaun eru veitt fyrir valið handrit. Valnefnd metur verkin. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða forlags höfundar. Sammælist valnefnd um að ekkert þeirra verka sem borist […]
Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008. Valið er úr innsendum handritum. Hægt […]
Ferðastyrkir úr Höfundasjóði

Rithöfundasamband Íslands veitir félagsmönnum ferðastyrki til utanlandsferða. Rétt til að sækja um ferðastyrk hafa þeir sem hafa verið félagsmenn í RSÍ í a.m.k. eitt ár og eru skuldlausir við sambandið. Úthlutað er eftir úthlutunarreglum og sótt er um á rafrænu eyðublaði á heimasíðu RSÍ. Hægt er að sækja um fyrir ferðum sem þegar hafa verið farnar ef sótt er […]