Halldóra K. Thoroddsen
Engill Síríus blikaði á suðurhimni, hvítari og skærari en allar hinar. Undir óravíddum hvolfsins lá barn á bakinu. Mjóslegið mannabarn undir kvöldhimni. Kyrrðin magnaði krafshljóðið undan sperrtum útlimum sem teiknuðu vængi og kyrtil í mjúka fönnina. Við hlið engilsins skildi barnið eftir teiknaða hörpu og klöngraðist uppá hæð til að líta verk sitt. Frá lífvana engilmynd […]
Sigrún Árnadóttir hlýtur þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins
Sigrún Árnadóttir þýðandi hefur hlotið norræn þýðingaverðlaun Letterstedtska sjóðsins árið 2020. Sigrún er fædd á Vopnafirði árið 1927. Hún hefur unnið við þýðingar frá árinu 1980 og hefur aðallega þýtt barna- og unglingabækur úr norrænum tungumálum, fyrst og fremst úr sænsku, yfir á íslensku. Sigrún hefur alls þýtt um 60 bækur, þar á meðal 20 […]
Jónas Reynir Gunnarsson hlýtur Maístjörnuna
Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaun fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2019. Verðlaunin, sem bera heitið Maístjarnan, voru afhent í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 27. maí. Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2019 hlýtur Jónas Reynir Gunnarsson fyrir bókina Þvottadagur Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir: „Þvottadagur er afar […]
Ísnálin afhent
Hilmar Hilmarsson hlaut Ísnálina, verðlaun fyrir best þýddu glæpasöguna, fyrir þýðingu sína á bókinni 1793 eftir Niklas Natt och Dag. JPV útgáfa gaf bókina út. Verðlaunin voru veitt fimmtudaginn 21. maí 2020 í Dósaverksmiðjunni (The Tin Can Factory) í Borgartúni. Að verðlaununum standa Hið íslenska glæpafélag, Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands. Í dómnefnd […]
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hljóta Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 fyrir handrit sitt að bókinni Blokkin á heimsenda. Bókin kemur út í dag, þriðjudaginn 19. maí. Reykjavíkurborg veitir nú Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í annað sinn. Þau eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa […]
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar
Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Þórarinn Eldjárn hljóta Barnabókaveðlaun Reykjavíkurborgar 2020 fyrir bækurnar Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann og Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar voru veitt við nokkuð óvenjulegar aðstæður í ár vegna Covid-19 og heldur síðar en venjan er. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, […]
Aukaúthlutun starfslauna – umsóknarfrestur til 25. maí!
Tilnefningar til Maístjörnunnar
Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fjórða sinn í maí. Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2019 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi þann 7. maí. Tilnefndir eru:Jónas Reynir Gunnarsson – Þvottadagur (Páskaeyjan)Kristín Eiríksdóttir – Kærastinn er rjóður (JPV)Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Undrarýmið (Mál og menning)Þórður Sævar Jónsson […]
Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, umsóknarfrestur til 11. maí
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt Miðstöð íslenskra bókmennta 38 milljóna viðbótarfé, samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Veittir verða styrkir sem styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í menningarlífi landsmanna. Umsóknareyðublöð eru […]
Herferð á Degi bókarinnar 2020
Evrópska rithöfundaráðið (EWC) stendur fyrir herferð á Degi bókarinnar þann 23. apríl 2020 undir myllumerkjunum #behindeverybook og #worldbookday2020 til að vekja athygli á höfundum og þýðendum og framlagi þeirra til menningar og lista. Leiðbeiningar: Höfundur tekur tvær ljósmyndir af sér með eigin verki, skáldsögu, teiknimyndasögu, þýðingu, leikverki, handriti o.s.frv. Á þeirri fyrri er andlit höfundar […]