Search
Close this search box.

Tilnefningar til Maístjörnunnar

Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Þór Stefánsson, Jónas Reynir Gunnarsson, Þórður Sævar Jónsson og Ingibjörg Hilmarsdóttir f.h. Kristínar Eiríksdóttur

 

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fjórða sinn í maí.

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2019 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi þann 7. maí.

Tilnefndir eru:
Jónas Reynir Gunnarsson – Þvottadagur (Páskaeyjan)
Kristín Eiríksdóttir – Kærastinn er rjóður (JPV)
Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Undrarýmið (Mál og menning)
Þórður Sævar Jónsson – Vellankatla (Partus)
Þór Stefánsson – Uppreisnir (Oddur)

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2019 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Guðrún Steinþórsdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Arnaldur Sigurðsson fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni síðar í maí. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur.

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email