Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland

Stuðningsyfirlýsing

Rithöfundasamband Íslands lýsir stuðningi við Rithöfundasambands Hvíta-Rússlands og kröfu þess um að stjórnvöld þar í landi láti af mannréttindabrotum sem vega að lýðræði og tjáningarfrelsi. RSÍ tekur undir kröfu hvít-rússneskra rithöfunda um að bundinn verði endi á ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum og að tryggt verði að þar í landi verði hið fyrsta haldnar lýðræðislegar kosningar undir alþjóðlegu eftirliti.

Rithöfundasamband Íslands fordæmir allar hömlur sem settar eru á tjáningarfelsi listamanna og almennings með ofbeldi eða þvingunum af pólitískum eða efnahagslegum toga. 

Comments are closed.