Search
Close this search box.

Sagan af Dimmalimm endurútgáfa

Í tilefni af umræðu um endurútgáfu á bók Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs, um Dimmalimm, vill stjórn Rithöfundasambands Íslands taka eftirfarandi fram:

Samkvæmt höfundalögum gilda tiltekin ákvæði sæmdarréttar um bókmenntaverk eða listaverk þótt höfundarréttur sé að öðru leyti fallinn niður. Nánar tiltekið er óheimilt að breyta verki höfundar með þeim hætti að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Ráðherra er falið vald til að grípa inn í slík mál með vísan til almennrar menningarverndar. Rithöfundasambandið hvetur ráðherra menningarmála til að taka til skoðunar hvort efni séu til að beita því ákvæði í þessu tilviki, enda er með útgáfunni ráðist í verulegar breytingar á lykilverki í íslenskri menningarsögu.

Stjórn Rithöfundasambands Íslands

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email