Search
Close this search box.

Ljósvakasjóður – umsóknarfrestur til 30. október

Bætur vegna eintakagerðar til einkanota skv. 11.gr. höfundalaga

Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Félag leikskálda og handritshöfunda (FLH) taka við greiðslum frá Innheimtumiðstöð rétthafa (IHM). Greiðslurnar renna í Ljósvakasjóð sem úthlutar til höfunda og þýðenda leiktexta og annarra skáldverka í samræmi við reglur þessarAthugið sérstaklega AÐ REGLUR ERU breyttar frá fyrri árum. Greiðsla til handritshöfunda/leikskálda er í formi eingreiðslu og er ekki greitt fyrir endurteknar sýningar á almanaksári. Athugið að ekki er greitt fyrir sýningar á áskriftastreymisveitum, leigum eða Sarpi. Hagþenkir annast úthlutanir til rétthafa fræðslu- og heimildaefnis eftir eigin reglum.

Skráning í Ljósvakasjóð: Leitað er eftir skráningarupplýsingum rétthafa, sem telja sig eiga rétt til úthlutunar skv. 2. gr. Skráningarupplýsingum skal skilað á þar til gerðu skráningareyðublaði. Athugið að greitt er út skv. 2. gr. eftir skýrslum frá sjónvarps- og útvarpsstöðvum. Þeir sem þegar hafa skilað skráningu og/eða fengið greitt úr sjóðnum þurfa ekki að skrá sig aftur.

Úthlutun skv. 5. gr. B: Rétthafagreiðslur skv. sérstökum umsóknum. Um slíka úthlutun geta sótt; þýðendur skjátexta, rétthafar að styttri verkum, brotum úr verkum, stökum ljóðum sem og frumhöfundar skáldverka sem leikgerðir, þættir eða kvikmyndir hafa verið gerðar eftir. Í umsóknum um greiðslur skv. þessum lið skal rökstyðja og gera grein fyrir notkun á einstökum verkum á umsóknartímabili. Úthlutað er á grundvelli mats úthlutunarnefndar. Umsóknareyðublað.

Umsóknarfrestur vegna úthlutunar fyrir birt efni 2022 er til 30. október 2023. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email