Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Verðlaun bóksala

bokabud-eymundsson

Ár hvert verðlauna kýs starfsfólk bókaverslana á Íslandi um bestu bækur ársins og tilkynnt var um úrslitin 2017 í Kiljunni miðvikudaginn 13. desember sl. Eftirtaldar bækur hljóta Verðlaun bóksala í ár:

Íslensk skáldverk

1. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson
2. Elín, ýmislegt – Kristín Eriksdóttir
3. Mistur – Ragnar Jónasson

Þýdd skáldverk

1. Grænmetisætan – Han Kang
1. Veisla í greninu – Juan Pablo Villalobos
3. Saga þernunnar – Margaret Atwood

Ljóð

1. Slitförin – Fríða Ísberg
2. Heilaskurðaðgerðin – Dagur Hjartarson
3. Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra – Dóri DNA

Ungmennabækur

1. Vertu ósýnilegur – Kristín Helga Gunnarsdóttir
2. Er ekki allt í lagi með þig – Elísa Jóhannsdóttir
3. Galdra Dísa – Gunnar Theodór Eggertsson

Ævisögur

1. Helgi Minningar Helga Tómassonar – Þorvaldur Kristinsson
2. Tvennir tímar – Elínborg Lárusdóttir
3. Með lífið að veið – Yeonmi Park

Íslenskar barnabækur

1. Fuglar – Hjörleifur Hjartarson/Rán Flygenring
2. Þitt eigið ævintýri – Ævar Þór Benediktsson
3. Amma best – Gunnar Helgason

Þýddar barnabækur

1. Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur – Elena Favilli/Francesca Cavallo
2. Flóttinn hans afa – David Walliams
3. Mig langar svo í krakkakjöt – Sylviane Donnio og Dorothée de Monfreid

Fræðibækur / Handbækur

1. Leitin að klaustrunum – Steinunn Kristjánsdóttir
2. Kortlagning Íslands – Reynir Finndal Grétarsson
3. Geymdur og gleymdur orðaforði – Sölvi Sveinsson


Tilnefningarnar til Fjöruverðlaunanna 2018

fjoruverdlaunin_tilnefningar_2018

Tilkynnt var hvaða níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna þann 5. desember sl.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

 • Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
 • Slitförin eftir Fríðu Ísberg
 • Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Dómnefnd skipuðu Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

 • Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur
 • Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur
 • Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur

Dómnefnd skipuðu Helga Haraldsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir og Þórunn Blöndal.

Barna- og unglingabókmenntir

 • Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur
 • Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur
 • Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Sigrún Birna Björnsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir.

Rithöfundasambandið óskar höfundum til hamingju með tilnefningarnar.

Lesa meira


Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

islenskubok_d28521fc5de3585f50508c905a175b5cFöstudaginn 1. desember kl. 17:00 var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017.

Formenn dómnefndanna þriggja sem valið hafa tilnefningarnar, munu svo koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Þetta því í 29. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórar

Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874

Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna

 

Steinunn Kristjánsdóttir

Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir

Útgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

 

Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri

Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010

Útgefandi: Skrudda

 

Unnur Þóra Jökulsdóttir

Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólk

Útgefandi: Mál og menning

 

Vilhelm Vilhelmsson

Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld

Útgefandi: Sögufélag

 

Dómnefnd skipuðu:

Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal  og Kalle Güettler

Skrímsli í vanda

Útgefandi: Mál og menning

 

Elísa Jóhannsdóttir

Er ekki allt í lagi með þig?

Útgefandi: Vaka-Helgafell

 

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring

Fuglar

Útgefandi: Angústúra

 

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels

Útgefandi: Mál og menning

 

Ævar Þór Benediktsson

Þitt eigið ævintýri

Útgefandi: Mál og menning

 

Dómnefnd skipuðu:

Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Flórída

Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

 

Jón Kalman Stefánsson

Saga Ástu

Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

 

Kristín Eiríksdóttir

Elín, ýmislegt

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Kristín Ómarsdóttir

Kóngulær í sýningargluggum

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Ragnar Helgi Ólafsson

Handbók um minni og gleymsku

Útgefandi: Bjartur

 

Dómnefnd skipuðu:

Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.

 

Rithöfundasamband Íslands óskar höfundum til hamingju með tilnefningarnar!


Tilnefningar til Þýðingaverðlauna 2017

20171124_171827 - copy

Frá vinstri: Jón St. Kristjánsson, Magnús Sigurðsson sem tók við tilnefningunni fyrir hönd Gyrðis Elíassonar, María Rán Guðjónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Elísabet Gunnarsdóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.

Tilnefningar til Þýðingaverðlauna 2017 voru tilkynntar föstudaginn 24. nóvember.

Eftirtalin fimm verk eru tilnefnd:

 • Walden eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur. Dimma gefur út.
 • Veisla í greninu eftir Juan Pablo Villalobos í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Angústúra gefur út.
 • Sorgin í fyrstu persónu eftir Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Dimma gefur út.
 • Doktor Proktor eftir Jo Nesbö í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Forlagið gefur út.
 • Orlandó eftir Virginiu Woolf í þýðingu Soffíu Auðar Birgisdóttur. Opna gefur út.
Rithöfundasambandið óskar þýðendum og útgefendum innilega til hamingju með tilnefninguna!
Verðlaunin verða afhent í febrúar 2018.
Dómnefndina skipa Ingunn Ásdísardóttir þýðandi og þjóðfræðingur, Steinþór Steingrímsson íslenskufræðingur og Helga Soffía Einarsdóttir þýðandi.
Umsögn dómnefndar um tilnefnd verk:

Lesa meira


Áslaug, Kristín og Ævar tilnefnd til bókmenntaverðlauna Astridar Lindgren

Birtur hefur verið listi yfir þau sem tilnefnd eru til alþjóðlegu Alma-verðlaunanna, bókmenntaverðlauna sem stofnuð voru í minningu Astridar Lindgren. Fulltrúar Íslands eru þrír að þessu sinni: Áslaug Jónsdóttir er tilnefnd fyrir texta og myndskreytingar, Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir texta og Ævar Þór Benediktsson fyrir lestrarhvetjandi verkefna.

Alma-verðlaunin eru á forræði Statens kulturråd í Svíþjóð og eru veitt árlega. Verðlaunaféð nemur fimm milljónum sænskra króna, eða 65 milljónum íslenskra króna, sem fallið geta í skaut höfundar, teiknara, sagnaþular eða einstaklings eða samtaka sem hvetja börn til lesturs.  Markmið verðlaunanna er að auka veg barnabóka um víða veröld, með þá trú Astridar Lindgren að leiðarljósi að barnabókin stuðli að skilningi milli manna og menningarheima, ýti undir lýðræði og gagnsæi, og styrki stöðu barna. Það er von aðstandenda verðlaunanna að athyglin sem þau njóta leiði til þess að fleiri barnabækur verði þýddar þannig að börn um allan heim hafi aðgang að bókmenntum í hæsta gæðaflokki.

Tólf manna hópur velur verðlaunahafa hvers árs úr hópi tilnefninga sem kallað er eftir frá sérfræðingum um allan heim. Þeir sem mega tilnefna fyrir Íslands hönd eru Rithöfundasamband Íslands, Félag íslenskra teiknara, Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða og Ibby á Íslandi. Lista yfir allar tilnefningar má finna á heimasíðu verðlaunanna, www.alma.se. Verðlaunin verða veitt í Stokkhólmi um mánaðamótin maí-júní, þegar aðstandendur verðlaunanna segja að Svíþjóð skarti sínu fegursta.

 


Íslensku barnabókaverðlaunin

Er_ekki_i_lagi_72

 

Elísa Jóhannsdóttir hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2017 fyrir bók sína Er ekki allt í lagi með þig? Elísa er bókmenntafræðingur að mennt og þetta er fyrsta skáldsaga hennar.

Í umsögn dómnefndar segir: „Er ekki allt í lagi með þig? er skemmtileg og spennandi unglingasaga í hæsta gæðaflokki, sem fjallar á nýstárlegan hátt um einelti frá sjónahóli bæði gerenda og þolenda.“


Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017

jrg

Jónas Reynir Gunnarsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2017 fyrir ljóðahandritið Stór olíuskip. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu bókaforlagsins Partusar.

Jónas Reynir Gunnarsson er fæddur 1987. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og grunn- og meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands. Jónas hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Stúdentablaði Háskóla Íslands, þar sem hann hlaut fyrsta sæti í árlegri ljóðakeppni blaðsins 2014.

Árið 2015 varð hann hlutskarpastur í leikritunarkeppni sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands með verkinu Við deyjum á Mars og sama ár kom út smásagan Þau stara á mig hjá Partusi. Fyrsta ljóðabók Jónasar, Leiðarvísir um þorp, kom einnig út hjá Partusi haustið 2017, sem og fyrsta skáldsaga hans, Millilending. Svo skemmtilega vill til að Jónas mun leiða smiðju skálda í alþjóðlega verkefninu Waters and Harbours in the North sem Bókmenntaborgin Reykjavík stendur fyrir vikuna 16. – 21. október. Skáldin vinna saman að textum sem tengjast hafnarborgum.

Alls barst 51 óbirt ljóðahandrit undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Illugi Gunnarsson.