Search
Close this search box.

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands 2024

Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands var haldinn 30. apríl 2024.

Margrét Tryggvadóttir var endurkjörin formaður, Ragnar Jónasson endurkjörinn varaformaður, Sigríður Hagalín Björnsdóttir var kjörinn meðstjórnandi og Friðgeir Einarsson var kjörinn varamaður.

Auk ofantalinna sitja í stjórninni Sindri Freysson og Sverrir Norland meðstjórnendur og Kamilla Einarsdóttir varamaður.

Á fundinum voru Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Kristín Steinsdóttir og Magnea J. Matthíasdóttir kjörin heiðursfélagar Rithöfundasambands Íslands.

12. maí n.k. fagnar Rithöfundasambandið 50 ára afmæli sínu.

Skýrslu formanns má lesa hér

Facebook
Pinterest
LinkedIn
Twitter
Email