Rithöfundasamband Íslands

The Writers' Union of Iceland


Verðlaun bóksala

bokabud-eymundsson

Ár hvert verðlauna kýs starfsfólk bókaverslana á Íslandi um bestu bækur ársins og tilkynnt var um úrslitin 2017 í Kiljunni miðvikudaginn 13. desember sl. Eftirtaldar bækur hljóta Verðlaun bóksala í ár:

Íslensk skáldverk

1. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson
2. Elín, ýmislegt – Kristín Eriksdóttir
3. Mistur – Ragnar Jónasson

Þýdd skáldverk

1. Grænmetisætan – Han Kang
1. Veisla í greninu – Juan Pablo Villalobos
3. Saga þernunnar – Margaret Atwood

Ljóð

1. Slitförin – Fríða Ísberg
2. Heilaskurðaðgerðin – Dagur Hjartarson
3. Órar, martraðir og hlutir sem ég hugsa um þegar ég er að keyra – Dóri DNA

Ungmennabækur

1. Vertu ósýnilegur – Kristín Helga Gunnarsdóttir
2. Er ekki allt í lagi með þig – Elísa Jóhannsdóttir
3. Galdra Dísa – Gunnar Theodór Eggertsson

Ævisögur

1. Helgi Minningar Helga Tómassonar – Þorvaldur Kristinsson
2. Tvennir tímar – Elínborg Lárusdóttir
3. Með lífið að veið – Yeonmi Park

Íslenskar barnabækur

1. Fuglar – Hjörleifur Hjartarson/Rán Flygenring
2. Þitt eigið ævintýri – Ævar Þór Benediktsson
3. Amma best – Gunnar Helgason

Þýddar barnabækur

1. Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur – Elena Favilli/Francesca Cavallo
2. Flóttinn hans afa – David Walliams
3. Mig langar svo í krakkakjöt – Sylviane Donnio og Dorothée de Monfreid

Fræðibækur / Handbækur

1. Leitin að klaustrunum – Steinunn Kristjánsdóttir
2. Kortlagning Íslands – Reynir Finndal Grétarsson
3. Geymdur og gleymdur orðaforði – Sölvi Sveinsson


Höfundakvöld í Gunnarshúsi – Margrét Lóa Jónsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Fríða Ísberg og Eydís Blöndal

Slide1

Höfundarnir Margrét Lóa Jónsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Fríða Ísberg og Eydís Blöndal munu halda ljóðakvöld í Gunnarshúsi næstkomandi þriðjudag 12. desember kl. 20 undir yfirskriftinni Fljóðaljóð. Allar hafa þær nýlega gefið út ljóðabækur; Margrét með Biðröðina framundan, Gunnhildur með Götuljóð, Fríða með Slitförina og Eydís með bókina Án tillits. Kynnir verður Kári Tulinius en hann er einn af stofnendum Meðgönguljóða og gaf út nýlega skáldsöguna Móðurhugur.

Þær munu leiða saman raddir sínar og bjóða upp á fróðlega og skemmtilega kvöldstund með tilfinningaþrungnum ljóðaupplestri og tilheyrandi spjalli. Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Allir velkomnir. Gunnarshús er að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík.


Höfundakvöld – Silja Aðalsteinsdóttir og Sveinn Einarsson

Slide1

Samfélagið á 20. öld, allt frá viðskiptalífi til menningarmála, verður undir á spennandi höfundakvöldi í Gunnarshúsi mánudaginn 11. desember kl. 20. Bókmenntaspekúlantinn og útvarpsmaðurinn Jórunn Sigurðardóttir fær til sín Svein Einarsson og Silju Aðalsteinsdóttur og ræðir við þau um minningabækur sem þau sendu frá sér í haust. Í bók Sveins, Mitt litla leiksvið, fer Sveinn yfir glæstan feril og segir sögur af sér og samferðafólki sínu en bók Silju, Allt kann sá er bíða kann, segir frá lífshlaupi dagblaðamógúlsins Sveins R. Eyjólfssonar, viðskiptum og baráttu við afskiptasama stjórnmálamenn. Bækurnar segja að mestu frá sama tímanum en koma að málunum á ólíka vegu svo búist er við fjörlegum umræðum. Áhugafólk um íslenskt samfélag á seinni hluta 20. aldar ætti ekki láta sig vanta.


Ályktun

Stjórnir Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugangna, lýsa áhyggjum sínum af því að innbundnar bækur verði ekki lengur prentaðar hér á landi en stærsta prentsmiðja landsins, Oddi, mun hætta prentun innbundinna bóka á næsta ári. Við það mun mikil fagþekking glatast sem erfitt getur reynst að ná upp aftur.

Það er mikið hagsmunamál fyrir höfunda að bækur séu prentaðar á Íslandi. Íslenskur bókamarkaður er um margt sérstakur og mesta sölutímabilið stutt. Ljóst er að erfiðara verður að endurprenta bækur en áður og hætt við að vinsælar bækur seljist upp löngu fyrir jól. Þá er líklegt að fyrirkomulagið leiði til meiri sóunar þar sem útgefendur munu líklega láta prenta fleiri eintök af hverjum titli þegar framleiðslutíminn er lengri. Það er vafamál hvort þjóð sem hættir að prenta sínar eigin bækur geti með réttu kallað sig bókaþjóð.


Tilnefningarnar til Fjöruverðlaunanna 2018

fjoruverdlaunin_tilnefningar_2018

Tilkynnt var hvaða níu bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna þann 5. desember sl.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fagurbókmenntir

  • Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur
  • Slitförin eftir Fríðu Ísberg
  • Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur

Dómnefnd skipuðu Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Guðrún Lára Pétursdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Fræðibækur og rit almenns eðlis

  • Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur
  • Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur
  • Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur

Dómnefnd skipuðu Helga Haraldsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir og Þórunn Blöndal.

Barna- og unglingabókmenntir

  • Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Íris Sævarsdóttur
  • Gulbrandur Snati og nammisjúku njósnararnir eftir Brynhildi Þórarinsdóttur
  • Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur

Dómnefnd skipuðu Arnþrúður Einarsdóttir, Sigrún Birna Björnsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir.

Rithöfundasambandið óskar höfundum til hamingju með tilnefningarnar.

Lesa meira